Kidd með sína 98. þreföldu tvennu Jason Kidd nálgast óðfluga sína 100. þreföldu tvennu á ferlinum en númer 98 kom í nótt. Körfubolti 26. janúar 2008 11:51
NBA í nótt: Erfitt hjá Garnett gegn gamla félaginu Tímabilið hefur ekki verið gott hjá Minnesota en liðið stóð engu að síður í stórliði Boston Celtics. Körfubolti 26. janúar 2008 11:31
Cleveland - Phoenix í beinni á miðnætti Leikur Cleveland og Phoenix í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan tólf á miðnætti í nótt. Cleveland hefur unnið fimm leiki í röð og tekur í kvöld á móti einu besta liði deildarinnar. Körfubolti 25. janúar 2008 17:24
Fimmtánda tap Miami staðreynd Miami Heat tapaði sínum fimmtánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en nú tapaði liðið afar naumt fyrir San Antonio Spurs á heimavelli, 90-89. Körfubolti 25. janúar 2008 09:26
Byrjunarliðin í stjörnuleiknum í NBA Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildarinnar í 57. stjörnuleiknum í NBA sem haldinn verður í New Orleans þann 17. febrúar. Körfubolti 25. janúar 2008 01:29
Dómi yfir Donaghy frestað Dómi yfir fyrrum körfuboltadómaranum Tim Donaghy hefur verið frestað fram í apríl, en hann er ákærður fyrir að hafa veðjað á leiki og látið upplýsingar af hendi um leiki í NBA deildinni í kring um árið 2003. Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi og 30 milljóna sekt. Körfubolti 24. janúar 2008 17:08
Aftur lá Phoenix fyrir Minnesota Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Körfubolti 24. janúar 2008 08:30
Nash sá um Milwaukee Steve Nash setti persónulegt met í vetur þegar hann skoraði 37 stig fyrir Phoenix í 114-105 sigri liðsins á Milwaukee á útivelli. Phoenix er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og varð aðeins annað liðið í NBA á eftir Boston til að vinna 30 leiki í vetur. Körfubolti 23. janúar 2008 05:29
Enn meiðist Shaquille O´Neal Miðherjinn Shaquille O´Neal mun ekki leika með liði Miami Heat næstu tvær vikurnar í það minnsta eftir að mjaðmarmeiðsli hans tóku sig upp á ný. Miami hefur tapað 14 leikjum í röð og vann síðast leik nokkru fyrir jól. Körfubolti 23. janúar 2008 05:19
Fjórtánda tap Miami í röð Miami Heat tapaði sínum fjórtánda leik í NBA-deildinni í röð í nótt, í þetta sinn fyrir Cleveland, 97-90, á heimavelli. Körfubolti 22. janúar 2008 09:51
O´Neal gæti verið úr leik í vetur Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana Pacers, segir að til greina komi að hann sé úr leik það sem eftir er tímabilsins eftir að hnémeiðsli hans tóku sig upp á ný. Körfubolti 22. janúar 2008 03:17
Doc Rivers þjálfar lið Austurdeildarinnar Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, mun stýra liði Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum í NBA sem haldinn verður í New Orleans þann 17. febrúar. Körfubolti 22. janúar 2008 02:57
Green ver titil sinn í troðkeppninni Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Körfubolti 22. janúar 2008 02:26
NBA í nótt: Phoenix vann New Jersey Aðeins einn leikur fór fram í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns vann New Jersey Nets nokkuð örugglega, 116-92. Körfubolti 21. janúar 2008 09:04
Lengsta taphrina Pat Riley á ferlinum Miami Heat tapað í nótt 13. leik sínum í röð í NBA deildinni og er það lengsta taphrina þjálfarans Pat Riley á löngum og glæsilegum ferli hans í deildinni. Körfubolti 20. janúar 2008 14:14
Houston lagði San Antonio Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Körfubolti 20. janúar 2008 08:15
Það er búið að skipta þér til New York Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa hjá Phoenix Suns í NBA deildinni fékk áfall á þriðjudagskvöldið þegar gert var símaat í honum á Beverly Hills hótelinu. Körfubolti 19. janúar 2008 15:45
Miami tapaði 12. leikunum í röð Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami tapaði 12. leiknum í röð þegar það lá fyrir Portland á heimavelli 98-91. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Dwyane Wade skoraiði 37 stig fyrir heimamenn. Körfubolti 19. janúar 2008 13:03
Cleveland vann í San Antonio Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Körfubolti 18. janúar 2008 09:27
Jason Kidd leikmaður ársins hjá landsliðinu Jason Kidd hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta eftir fína frammistöðu á Ameríkuleikunum síðasta sumar. Bandaríska liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar. Körfubolti 17. janúar 2008 11:53
Endurkoma Shaq dugði skammt Shaquille O´Neal lék með Miami Heat á ný í nótt þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í einvígi liðanna sem hafa valdið mestum vobrigðum í Austurdeildinni í NBA. Nærvera miðherjans stóra var ekki nóg til að kveikja í Miami á heimavelli þegar liðið steinlá 126-96. Körfubolti 17. janúar 2008 10:00
Vinsældir Garnett og Boston margfaldast Sögufrægt lið Boston Celtics í NBA deildinni hefur heldur betur vaknað úr dvalanum í vetur og situr á toppi deildarinnar. Þessi bætti árangur hefur nú skilað sér í kassann hjá félaginu. Körfubolti 16. janúar 2008 11:44
Óvænt úrslit í NBA í nótt Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. Körfubolti 16. janúar 2008 09:19
Bynum missir úr átta vikur Lakers liðið í NBA deildinni varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að miðherjinn ungi Andrew Bynum yrði frá keppni næstu átta vikurnar eða svo vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik í fyrrakvöld. Körfubolti 15. janúar 2008 09:54
87 sinnum yfir 40 stig Kobe Bryant hjá LA Lakers skoraði 48 stig fyrir liðið í sigrinum á Seattle í nótt. Þetta var í 87. skiptið á ferlinum sem Bryant skorar 40 stig eða meira í NBA deildinni og nú vantar hann aðeins einn 40 stiga leik til að komast í þriðja sætið yfir flesta 40+ stiga leiki á ferlinum. Körfubolti 15. janúar 2008 09:44
Aftur lá Boston fyrir Washington Boston tapaði í nótt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni þegar liðið lá óvænt á heimavelli gegn Washington 88-83 . Þetta var í annað sinn á þremur dögum sem Boston tapar fyrir Washington. Körfubolti 15. janúar 2008 09:22
Brown framlengir við Cleveland Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA deildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið og er því bundinn til ársins 2011. Körfubolti 14. janúar 2008 19:10
James nappaður á 160 Stjörnuleikmaðurinn LeBron James hjá Cleveland Cavaliers var tekinn fyrir hraðakstur sunnan við Cleveland í síðasta mánuði. James ók á 160 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var í kring um 90 kílómetra. Körfubolti 14. janúar 2008 09:47
Bynum meiddist á hné Miðherjinn Andrew Bynum verður ekki með liði sínu LA Lakers næstu daga eftir að hann meiddist á hné í sigri liðsins á Memphis í nótt. Bynum verður rannsakaður frekar í kvöld en þegar er ljóst að hann missir af næsta leik liðsins gegn Seattle. Körfubolti 14. janúar 2008 09:37
Detroit niðurlægt í New York Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Körfubolti 14. janúar 2008 05:47