Þetta hefði getað verið miklu verra 25. mars 2008 13:52 Dirk Nowitzki þótti hafa sloppið vel eftir slæma byltu á sunnudaginn NordcPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn. NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn.
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum