NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Gibson setti 11 þrista

Daniel Gibson frá Cleveland Cavaliers stal senunni í nótt í árlegum leik nýliða gegn annars árs mönnum um stjörnuhelgina í NBA deildinni. Gibson skoraði öll 33 stig sín úr þristum og var valinn maður leiksins í auðveldum 136-109 sigri annars árs manna.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki tekur sæti Bryant í skotkeppninni

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur samþykkt að taka sæti Kobe Bryant í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina. Bryant tekur ekki þátt í keppninni vegna meiðsla á fingri, en Nowizki hefur þrisvar tekið þátt í keppninni og vann hana árið 2006.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant þarf í uppskurð

Stjörnuleikmaðurinn Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur átt við meiðsli að stríða á fingri undanfarna daga og nú er komið í ljós að hann þarf í uppskurð vegna þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix lagði Dallas

Tveir síðustu leikirnir í NBA deildinni fyrir stjörnuleikshlé fóru fram í nótt. Phoenix lagði Dallas á heimavelli og Miami tapaði níunda leik sínum í röð þegar það tapaði fyrir Chicago.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen fer í stjörnuleikinn - Kobe tæpur

Skotbakvörðurinn Ray Allen frá Boston Celtics fær að taka þátt í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi eftir að ljóst varð að Caron Butler frá Washington gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikið fjör í NBA í nótt

Fjórtán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Detroit vann 10. leik sinn í röð í annað sinn á leiktíðinni og Houston vann 8. leik sinn í röð. Þá lauk LA Lakers 9 leikja útivallarispu sinni og vann 7 af þeim.

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Kidd á leið til Dallas á ný?

Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu sigrar í röð hjá Detroit

Detroit Pistons vann í nótt níunda leik sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Atlanta á útivelli 94-90 í hörkuleik. Rasheed Wallace skoraði 21 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 12 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Josh Smith skoraði 30 stig fyrir Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Lakers á flugi

Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég var ekki að hjálpa Boston

Kevin McHale, forseti Minnesota Timberwolves, hafnar því alfarið að hann hafi verið að gera gamla félaginu sínu Boston Celtics greiða þegar hann færði því framherjann Kevin Garnett í skiptum fyrir Al Jefferson og fleiri í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Marion spilar líklega á sunnudaginn

Þeir Shawn Marion og Marcus Banks hafa enn ekki lokið læknisskoðun hjá liði Miami Heat í NBA deildinni eftir að þeim var skipt frá Phoenix til Flórída fyrir Shaquille O´Neal. Pat Riley reiknar með því að þeir klári læknisskoðun í kvöld og verði með liðinu þegar það mætir LA Lakers á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég vinn titla þegar ég er reiður

Shaquille O´Neal var formlega vígður inn í lið Phoenix Suns á blaðamannafundi í kvöld. Þar svaraði hann spurningum sem brunnið hafa á vörum margra síðan fréttist að hann ætlaði til Phoenix.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal til Phoenix

Nú rétt í þessu var staðfest að miðherjinn Shaquille O´Neal muni ganga í raðir Phoenix Suns í NBA deildinni - í einhverjum óvæntustu leikmannaskiptum síðari ára í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Spurningum um Shaq verður svarað í kvöld

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami er sagður vera á leið til Phoenix í læknisskoðun í kvöld og þar ræðst væntanlega hvort verður af félagaskiptum hans og Shawn Marion sem greint var frá í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Wallace stóð við stóru orðin

Detroit burstaði Dallas 90-67 í síðari leik kvöldsins í NBA deildinni í körfubolta. Rasheed Wallace var besti maður Detroit með 21 stig og 9 fráköst, en hann gaf út djarfar yfirlýsingar í viðtölum fyrir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Lakers

Pau Gasol spilaði ekki með liði LA Lakers í kvöld þegar liðið vann auðveldan sigur á Washington á útivelli 103-91 í fyrri leik kvöldsins í NBA deildinni. Kobe Bryant skoraði 19 af 30 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum og Lakers leiddi frá upphafi til enda. Antawn Jamison skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington.

Sport
Fréttamynd

Gasol er enn í losti

Spænski framherjinn Pau Gasol spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir LA Lakers klukkan 17 í dag þegar liðið sækir Washington heim í NBA deildinni. Leikurinn er í beinni útsendingu á NBA TV.

Körfubolti