NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kobe Bryant: Ég vildi aldrei fara

Kobe Bryant hefur lýst því yfir að hann sé feginn að aldrei varð neitt úr því að hann færi frá LA Lakers eins og hann hótaði í sumar. Eftir að hafa verið miðlungslið undanfarin ár er Lakers-liðið nú orðið eitt það besta í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Skoruðu 5 stig í 1. leikhluta en unnu samt

Meistarar San Antonio Spurs voru ansi lengi í gang í leik sínum við Atlanta á heimavelli í nótt og settu félagsmet ðeins 5 stig í fyrsta leikhlutanum. Það kom þó ekki að sök því heimamenn unnu sigur 89-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli

Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - Denver í beinni á Sýn í nótt

Leikur Chicago Bulls og Denver Nuggets í NBA deildinni verður sýndur beint á Sýn í nótt klukkan eitt eftir miðnætti Hér er á ferðinni viðureign tveggja liða sem eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland fær fjóra nýja leikmenn

Cleveland fékk heldur betur liðsstyrk í NBA deildinni í kvöld þegar liðið fékk til sín fjóra nýja leikmenn á síðustu augnablikum félagaskiptagluggans í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

New Orleans og Houston skipta á leikmönnum

Nú er aðeins um klukkutími þangað til leikmannamarkaðurinn í NBA lokar en aðeins ein skipti hafa farið fram til þessa í dag. Houston lét þá Bonzi Wells og Mike James fara til New Orleans í skiptum fyrir Bobby Jackson.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum í NBA?

Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett vill ólmur fá að spila í kvöld

Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics vonast til að fá að spila á ný með liðinu í nótt þegar það sækir Denver heim í NBA deildinni, en hann hefur misst af síðustu níu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Kidd kominn til Dallas

Eftir langt þref er nú stjörnuleikstjórnandinn Jason Kidd loksins genginn formlega í raðir Dallas Mavericks þar sem hann hóf feril sinn í NBA deildinni á sínum tíma. Eigandi Dallas staðfesti þetta í samtali við ESPN nú undir kvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt

Stjörnuleikurinn í NBA deildinni verður í beinni útsendingu á Sýn í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Þar mætast skærustu stjörnur deildarinnar í árlegri viðureign úrvalsliða Austur- og Vesturdeildar, þar sem sóknarleikur og tilþrif eru í hávegum höfð.

Körfubolti
Fréttamynd

Mike Bibby á leið til Atlanta

Leikstjórnandinn Mike Bibby hjá Sacramento Kings er á leið til Atlanta Hawks í NBA deildinni í skiptum fyrir fjóra leikmenn. Bibby hefur verið lykilmaður í liði Sacramento síðustu ár, en fær nú tækifæri með ungu og efnilegu liði Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

Gibson setti 11 þrista

Daniel Gibson frá Cleveland Cavaliers stal senunni í nótt í árlegum leik nýliða gegn annars árs mönnum um stjörnuhelgina í NBA deildinni. Gibson skoraði öll 33 stig sín úr þristum og var valinn maður leiksins í auðveldum 136-109 sigri annars árs manna.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki tekur sæti Bryant í skotkeppninni

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur samþykkt að taka sæti Kobe Bryant í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina. Bryant tekur ekki þátt í keppninni vegna meiðsla á fingri, en Nowizki hefur þrisvar tekið þátt í keppninni og vann hana árið 2006.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant þarf í uppskurð

Stjörnuleikmaðurinn Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur átt við meiðsli að stríða á fingri undanfarna daga og nú er komið í ljós að hann þarf í uppskurð vegna þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix lagði Dallas

Tveir síðustu leikirnir í NBA deildinni fyrir stjörnuleikshlé fóru fram í nótt. Phoenix lagði Dallas á heimavelli og Miami tapaði níunda leik sínum í röð þegar það tapaði fyrir Chicago.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen fer í stjörnuleikinn - Kobe tæpur

Skotbakvörðurinn Ray Allen frá Boston Celtics fær að taka þátt í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi eftir að ljóst varð að Caron Butler frá Washington gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikið fjör í NBA í nótt

Fjórtán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Detroit vann 10. leik sinn í röð í annað sinn á leiktíðinni og Houston vann 8. leik sinn í röð. Þá lauk LA Lakers 9 leikja útivallarispu sinni og vann 7 af þeim.

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Kidd á leið til Dallas á ný?

Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu sigrar í röð hjá Detroit

Detroit Pistons vann í nótt níunda leik sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Atlanta á útivelli 94-90 í hörkuleik. Rasheed Wallace skoraði 21 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 12 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Josh Smith skoraði 30 stig fyrir Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Lakers á flugi

Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt.

Körfubolti