NBA: Enn hafa liðin betur á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2008 09:15 Kobe Bryant, einbeittur á svip í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga