NBA: Detroit í úrslitin en San Antonio tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 09:07 Richard Hamilton nýtti öll sextán skotin sín af vítalínunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga