NBA: Detroit í úrslitin en San Antonio tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 09:07 Richard Hamilton nýtti öll sextán skotin sín af vítalínunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum. NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum.
NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira