NBA: Detroit í úrslitin en San Antonio tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 09:07 Richard Hamilton nýtti öll sextán skotin sín af vítalínunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira