NBA: Detroit í úrslitin en San Antonio tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 09:07 Richard Hamilton nýtti öll sextán skotin sín af vítalínunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira