Körfubolti

Barkley sagður skulda spilavíti yfir 30 milljónir

NordcPhotos/GettyImages

Fyrrum körfuboltamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley verður kærður til lögreglu ef hann gerir ekki upp ríflega 31 milljón króna skuld sína við spilavíti í Las Vegas. Þetta segir saksóknari í borginni.

Barkley ku hafa slegið fjögur lán upp á um 100,000 dollara þegar hann var að spila í haust, en hefur ekki borgað til baka að sögn saksóknara.

Barkley hefur verið nokkuð umdeildur alveg síðan hann kom inn í NBA deildina sem leikmaður árið 1984, en hann vinnur nú sem sjónvarpsmaður á TNT sjónvarpsstöðinni við góðan orðstír.

Hann lýsti því yfir í viðtali fyrir um tveimur árum að hann hefði tapað yfir hálfum milljarði króna í fjárhættuspilum á ferlinum, en bætti því við að þó það væri ekki sniðugt - ætti hann ekki við vandamál að stríða því hann hefði efni á að veðja hátt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×