Lakers taplaust í úrslitakeppninni 8. maí 2008 09:37 NordcPhotos/GettyImages Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira