NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Howard handtekinn fyrir ofsaakstur

Framherjinn Josh Howard hjá Dallas Mavericks var handtekinn fyrir ofsaakstur á götum Winston-Salem í Norður-Karólínu í gær. Howard var mældur á 150 kílómetra hraða þar sem hann var í kappakstri við annan bíl á götum borgarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Pierce: Ég er besti leikmaður í heimi

Paul Pierce, verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA deildinni, var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var spurður hvort Kobe Bryant væri besti körfuboltamaður heimsins á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

500 milljóna rukkun á fimmtugsafmælinu

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, fékk frekar óskemmtilegar fréttir á fimmtugsafmæli sínu í dag. Honum var þá gert að greiða Don Nelson, fyrrum þjálfara Dallas, ríflega 500 milljónir króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Vona að hann ráðist ekki á áhorfanda

Kínverski miðherjinn Yao Ming hefur komið af stað nokkrum titringi í herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um nýjasta liðsfélaga sinn Ron Artest í samtali við Houston Chronicle í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Luol Deng samdi við Chicago Bulls

Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Vujacic bauðst betri samningur í Evrópu

Slóveninn Sasha Vujacic framlengdi samning sinn við Los Angeles Lakers á dögunum. Hann fullyrðir að sér hafi borist talsvert hærri samningstilboð frá félögum í Evrópu, en hann kaus að vera áfram í herbúðum Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Okafor samdi við Bobcats

Kraftframherjinn Emeka Okafor hefur undirritað nýjan sex ára samning við Charlotte Bobcats í NBA deildinni og færir samningurinn honum um 72 milljónir dollara í laun, eða tæpa 5,8 milljarða.

Körfubolti
Fréttamynd

Biedrins framlengir við Warriors

Lettneski miðherjinn Andris Biedrins hjá Golden State Warriors hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið sem færir honum að lágmarki 54 milljónir dollara í laun.

Körfubolti
Fréttamynd

Kwame Brown semur við Pistons

Miðherjinn Kwame Brown gerði í gær tveggja ára samning við Detroit Pistons í NBA deildinni, en hann lék með Memphis og LA Lakers á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili í ÓL hóp Argentínumanna

Bakvörðurinn Manu Ginobili hefur verið valinn í 12 manna landsliðshóp Argentínumanna fyrir Ólympíuleikana í Peking. Þessi tíðindi vekja væntanlega litla hrifningu forráðamanna San Antonio Spurs í NBA deildinni, en Ginobili hefur átt við meiðsli að stríða.

Körfubolti
Fréttamynd

Turiaf til Golden State

Miðherjinn Ronny Turiaf hjá LA Lakers mun leika með Golden State Warriors í NBA deildinni á næstu leiktíð. Turiaf var með lausa samninga og fékk tilboð frá Warriors sem forráðamenn Lakers voru tregir til að jafna.

Körfubolti
Fréttamynd

James Posey semur við Hornets

Framherjinn James Posey hjá meistaraliði Boston Celtics ákvað í gærkvöld að gera fjögurra ára samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn er sagður metinn á 25 milljónir dollara, en Boston var ekki tilbúið að bjóða honum svo mikið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marcus Camby til LA Clippers

Miðherjinn Marcus Camby gekk í nótt í raðir LA Clippers frá Denver Nuggets í NBA deildinni. Camby er 35 ára og var valinn varnarmaður ársins árið 2007.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest vill fara til Lakers

Framherjinn skrautlegi Ron Artest hjá Sacramento Kings segist sjá mikið eftir því að hafa ekki fengið sig lausan frá samningi sínum við félagið í sumar og segist vilja spila undir stjórn Phil Jackson hjá LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas fær 8,6 milljarða samning

Skorarinn mikli Gilbert Arenas hjá Washington Wizards skrifaði í gærkvöld undir framlenginu á samningi sínum við félagið. Samningurinn er til sex ára og færir kappanum á níunda milljarð í tekjur.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers á höttunum eftir Ron Artest?

Fjölmiðlar í Kaliforníu greina frá því að forráðamenn Los Angeles Lakers í NBA deildinni hafi sett sig í samband við Sacramento Kings með það fyrir augum að fá til sín framherjann villta Ron Artest.

Körfubolti
Fréttamynd

Barry-fjölskyldan heldur tryggð við Houston

Bakvörðurinn Brent Barry varð í dag þriðji maðurinn í fjölskyldu sinni til að semja við Houston Rockets í NBA deildinni. Hann gerði tveggja ára samning við Rockets eftir að hafa spilað með San Antonio árið á undan.

Körfubolti
Fréttamynd

Maggette á leið til Warriors

Framherjinn Corey Maggette hefur samþykkt að ganga í raðir Golden State Warriors frá LA Clippers eftir því sem fram kemur í San Francisco Chronicle. Maggette mun fá um 50 milljónir dollara fyrir fimm ára samning, en hann skoraði 22 stig að meðaltali í leik með Clippers á síðasta vetri.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal til Toronto

Sexfaldi stjörnuleikmaðurinn Jermaine O´Neal gekk í dag í raðir Toronto Raptors í NBA deildinni í skiptum fyrir leikjstórnandann TJ Ford og miðherjann Rasho Nesterovic.

Körfubolti
Fréttamynd

Green semur við Dallas

Gerald Green hefur gert eins árs samning við Dallas Mavericks. Green er bakvörður en hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom í NBA-deildina fyrir þremur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Duhon semur við Knicks

Umboðsmaður Chris Duhon hjá Chicago Bulls í NBA deildinni hefur greint frá því að leikstjórnandinn hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við New York Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul framlengir við Hornets

Leikstjórnandinn Chris Paul hefur skrifað undir nýjan samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn tekur gildi eftir næsta tímabil, er til þriggja ára með möguleika á fjórða árinu og greiðir honum ríflega fimm milljarða króna í tekjur.

Körfubolti
Fréttamynd

Kaman spilar fyrir þýska landsliðið

Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði.

Körfubolti
Fréttamynd

Sonics formlega flutt til Oklahoma

Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur.

Körfubolti