Körfubolti

Candace Parker á von á barni

Parker heldur hér á verðlaunagripum fyrir að vera kosinn besti nýliðinn og verðmætasti nýliðinn árið 2008
Parker heldur hér á verðlaunagripum fyrir að vera kosinn besti nýliðinn og verðmætasti nýliðinn árið 2008 NordicPhotos/GettyImages

Candace Parker, skærasta stjarnan í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta (WNBA) á von á barni á vormánuðum.

Parker leikur með Los Angeles Sparks í WNBA deildinni og varð á síðustu leiktíð fyrst kvenna til að vera kjörin bæði nýliði ársins og verðmætasti leikmaður ársins.

Parker skoraði 18,5 stig og hirti 9,5 fráköst að meðaltali í leik og toppaði framúrskarandi leiktíð með því að vinna til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu í Peking. Þá varð hún aðeins önnur konan til að troða í leik í WNBA deildinni en aðeins liðsfélagi hennar Lisa Lesley hafði afrekað það áður.

Parker er systir framherjans Anthony Parker hjá Toronto Raptors og á nú von á barni með unnusta sínum Shelden Williams sem leikur með Sacramento Kings í NBA deildinni.

Ekki er langt síðan pistlahöfundur í Bandaríkjunum gerði grín að því Shelden Williams væri heppinn að halda vinnu í NBA deildinni, því unnusta hans væri betri körfuboltamaður en hann sjálfur.

Parker mun halda áfram að æfa með liði sínu Sparks eitthvað áfram en ljóst er að hún mun missa af næstu leiktíð með liði sínu vegna þungunarinnar. Tímabilið í WNBA hefst í vor og lýkur í haust.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×