NBA í nótt: Orlando setti niður 23 þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2009 09:17 Anthony Johnson reynir hér eitt af fjölmörgum þriggja stiga skotum Orlando í nótt. Nordic Photos / Getty Images Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira