Kendrick Perkins sleppur við bann - sjöunda tæknivillan dregin til baka Kendrick Perkins, miðherji Boston Celtics, verður ekki í banni í sjötta leik Boston Celtics og Orlando Magic í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en leikurinn fer fram annað kvöld. Körfubolti 27. maí 2010 22:45
Brot Dwight Howard var „svívirðilegt“ Dwight Howard sveiflaði olnboga sínum heldur hressilega eftir að hann reif til sín frákast í fjórða leik Orlando Magic og Boston Celtic í vikunni. Körfubolti 27. maí 2010 10:00
Öruggur sigur hjá Orlando - Staðan 3-2 fyrir Boston Sigur Orlando Magic á Boston í nótt var æði skautlegur. Boston leiðir þó enn seríuna, 3-2 í úrslitarimmu Austurdeildarinnar um sæti í sjálfri úrslitarimmunni um titilinn. Körfubolti 27. maí 2010 09:00
Phil Jackson langar í vodka með rússneskum eigenda New Jersey Nets Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur engan áhuga á því að snúa aftur til þjálfunar hjá Chicago Bulls. Hann hefur aftur á móti mikinn áhuga á að fá sér vodkaglas með nýjum eigenda New Jersey Nets. Körfubolti 26. maí 2010 10:30
Bekkurinn hjá Phoenix frábær - Jafnt í einvíginu Með 54 stigum frá varamönnum sínum tókst Phoenix Suns að leggja Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt, 115-106. Staðan í einvíginu er því 2-2. Körfubolti 26. maí 2010 09:00
Nefbrotinn Nash nennir ekki að væla Steve Nash er ekkert að væla yfir því að vera með brotið nef. Hann býst við að geta beitt sér að fullu í fjórða leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í nótt. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00. Körfubolti 25. maí 2010 10:30
NBA: Líflína hjá Orlando Magic Strákarnir í Orlando Magic björguðu andlitinu í úrslitarimmunni við Boston Celtics með því að klóra í bakkann í nótt. Eftir 96-92 sigur í framlengdum leik er staðan í einvíginu 3-1 fyrir Boston. Körfubolti 25. maí 2010 09:00
Sektaður um 13 milljónir fyrir að tala um LeBron Mark Cuban, hinn skautlegi eigandi Dallas Mavericks, hefur verið sektaður um 100.000 Bandaríkjadali fyrir það eitt að tala um LeBron James. Ekki tala við hann, heldur tala um hann. Upphæðin nemur tæpum 13 milljónum íslenskra króna. Körfubolti 24. maí 2010 17:30
Barack Obama hvetur LeBron James til að fara til Chicago Bulls Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvetur LeBron James til að ganga til liðs við Chicago Bulls í sumar. James er að skoða möguleikana sína en Chicago hefur verið talinn einn af líklegum áfangastöðum yfirgefi hann æskuslóðirnar í Ohio. Obama er einmitt frá Chicago. Körfubolti 24. maí 2010 13:30
Stoudemire fór á kostum í sigri Suns Amare Stoudemire spilaði sinn besta leik á ferlinum þegar hann leiddi Phoenix til 109-118 sigurs gegn Los Angeles Lakers í nótt. Phoenix minnkaði muninn í einvíginu þar með í 2-1. Körfubolti 24. maí 2010 11:00
Boston fíflaði Orlando á heimavelli Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign. Körfubolti 23. maí 2010 11:22
Doc Rivers neitar því að hann sé að fara að þjálfa LeBron í Chicago Bandarískir fjölmiðlar eru þegar byrjaðir að hita upp fyrir LeBron James æðið í sumar enda bíða margir spenntir eftir því þegar James tilkynnir heiminum hvar hann ætli að spila næstu tímabil. Körfubolti 20. maí 2010 17:30
Gasol og Kobe fóru á kostum í sigri Lakers LA Lakers er komið í 2-0 gegn Phoenix í úrslitaeinvígi Vesturstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 20. maí 2010 09:07
Lakers-Suns í beinni á Stöð 2 Sport í nótt Los Angeles Lakers og Phoenix Suns mætast öðru sinni í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 19. maí 2010 23:30
Boston komið í 2-0 Boston Celtics er komið hálfa leið í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina í úrslitum Austurstrandarinnar gegn Orlando og báða á útivelli. Körfubolti 19. maí 2010 09:00
Kobe sá um Phoenix Kobe Bryant fór mikinn í liði Lakers í nótt sem vann afar öruggan sigur á Phoenix, 128-107, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Körfubolti 18. maí 2010 09:00
Boston komið í 1-0 Boston Celtics er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Orlando Magic í úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 17. maí 2010 09:20
Bið Lebron James eftir fyrsta titlinum orðin lengi en hjá Jordan Lebron James og félagar duttu út úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrrinótt þegar þeir töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og þar með seríunni 2-4. Körfubolti 15. maí 2010 17:45
Borgarstjórinn í New York: LeBron myndi elska það að búa í New York Michael Bloomberg, borgarstjórinn í New York City, lét hafa það eftir sér í dag að ef LeBron James myndi leita ráða hjá honum þá myndi hann gera allt til þess að selja honum þá hugmynd að koma til New York borgar til að spila með annaðhvort New York Knicks eða verðandi Brooklyn Nets (nú New Jersey Nets). Körfubolti 14. maí 2010 23:15
Sendið eftirrétti á borð Wade og klappið fyrir honum Forráðamenn Miami Heat feta ótroðnar slóðir í viðleitni sinni til þess að halda ofurstjörnunni Dwyane Wade hjá félaginu. Körfubolti 14. maí 2010 21:30
Boston sló Cleveland úr leik Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Körfubolti 14. maí 2010 09:00
NBA: Boston burstaði Cleveland - LeBron á leiðinni í sumarfrí? Boston Celtics fór illa með LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt og er Boston því komið 3-2 yfir í einvíginu. Boston vann leikinn með 32 stiga mun, 120-88, og getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri á heimavelli í næsta leik sem fer fram aðfaranótt föstudagsins. Körfubolti 12. maí 2010 09:00
LA Lakers og Orlando Magic með sópinn á lofti Bæði Los Angeles Lakers og Orlando Magic komust í nótt í úrslit sinna deilda í NBA-körfuboltanum eftir að hafa sópað andstæðingum sínum úr keppni. Körfubolti 11. maí 2010 09:00
NBA í nótt: Phoenix sópaði út San Antonio Spurs Phoenix Suns þurfti bara fjóra leiki til þess að slá San Antonio Spurs út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix vann 107-101 sigur í fjórða leik liðanna í San Antonio í nótt og er fyrsta liðið síðan 2001 til þess að sópa út San Antonio. Körfubolti 10. maí 2010 09:00
Rondo afgreiddi Cleveland Boston Celtics náði að jafna rimmuna gegn Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í kvöld með góðum heimasigri, 97-87. Körfubolti 9. maí 2010 22:30
Lakers og Orlando komin í 3-0 Los Angeles Lakers og Orlando Magic eru svo gott sem komin í úrslitarimmu sinna deilda eftir sigur á andstæðingum sínum í nótt. Bæði lið leiða sína seríu, 3-0. Körfubolti 9. maí 2010 11:24
Cleveland niðurlægði Boston og Phoenix að klára Spurs Boston stal leik í Cleveland um daginn en Cleveland kvittaði fyrir það í Boston í nótt með því að niðurlægja Boston á heimavelli og taka 2-1 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar. Körfubolti 8. maí 2010 11:00
Dýr handklæðasveifla hjá Ainge Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að sveifla handklæði er leikmaður Cleveland tók vítaskot í leik liðsins gegn Boston á dögunum. Körfubolti 7. maí 2010 11:00
Lið ársins í NBA-deildinni Í gær var tilkynnt um valið á liði ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. Leikmaður ársins, LeBron James, og varnarmaður ársins, Dwight Howard, eru að sjálfsögðu í liðinu. Körfubolti 7. maí 2010 10:00
Atlanta réð ekkert við Dwight Howard Orlando Magic er komið í 2-0 gegn Atlanta Hawks í rimmu liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Orlando vann annan tiltölulega auðveldan sigur í nótt, 112-98. Körfubolti 7. maí 2010 09:00