NBA: Dallas vann sinn tíunda leik í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2010 09:00 Dirk Nowitzki fagnar góðri sókn í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns.Dirk Nowitzki skoraði 25 stig, Jason Terry var 20 stig og Caron Butler skoraði 19 stig í 105-100 sigri Dallas Mavericks á Golden State Warriors en þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð. Það vakti hinsvegar meiri athygli að frönsku miðherjarnir Ian Mahinmi (12 stig og 10 fráköst) og Alexis Ajinca komu sterkir inn í veikindum Tyson Chandler og villuvandræðum Brendan Haywood. Golden State tapaði sínum fjórða leik í röð og þeim níunda í síðustu tíu leikjum. Stephen Curry var með 21 stig, David Lee skoraði 20 stig og Monta Ellis var með 18 stig.Kobe Bryant skoraði 32 stig og Lamar Odom var með 24 stig þegar Los Angeles Lakers vann 115-108 sigur á Washington Wizards. Pau Gasol var með 21 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar í síðasta heimaleik meistaranna í bili en framundan er sjö leikja og tveggja vikna útileikjaferðlag. Nick Young skoraði 30 stig fyrir Washington og John Wall var með 22 stig og 14 stoðsendingar en Wizards-liðið er búið að tapa öllum ellefu útileikjum sínum. Josh SmithMynd/AP Wesley Matthews var með 24 stig og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 20 stig þegar Portland Trail Blazers vann 106-99 sigur á Phoenix Suns. Suns var búið að vinna þrjá leiki í röð og var með níu stiga forskot í upphafi fjórða leikhlutans en allt kom fyrir ekki. Steve Nash var með 24 stig og 15 stoðsendingar hjá Phoenix. Andre Miller, leikstjórnandi Portland, tók út leikbann í þessum leik en hann var búinn að spila 632 leiki í röð eða alla leiki síðan í janúar 2003.Atlanta Hawks blómstrar án stjörnuleikmannsins Joe Johnson en liðið vann 116-101 sigur á New Jersey Nets í nótt. Josh Smith skoraði 34 stig en hann hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Hawks-liðið er búið að vinna 4 af 5 leikjum sínum síðan að Joe Johnson meiddist á olnboga. Jamal Crawford var með 26 stig og Al Horford bætti við 24 stigum. 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir Nets og Devin Harris var með 18 stig og 13 stoðsendingar. Stephen Jackson og J.R. Smith.Mynd/AP George Karl náði ekki að vinna sinn þúsundasta leik sem þjálfari þegar Denver Nuggets tapaði 98-100 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Bobcats og Gerald Wallace var með 20 stig. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony var með 22 stig fyrir Denver sem var búið að vinna sjö leiki í röð.Luis Scola var með 35 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 97-83 sigur á Detroit Pistons á heimavelli sínum. Kyle Lowry var með 22 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Kevin Martin bætti við 21 stigi. Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Detroit.Thaddeus Young skoraði 26 stig í fjórða sigurleik Philadelphia 76ers í síðustu fimm leikjum. Philadelphia vann þá 117-97 sigur á Cleveland Cavaliers en gamla liðið hans LeBrons James hefur tapaði fimm síðustu leikjum sínum með 22,2 stigum að meðaltali. J.J. Hickson skoraði 18 stig fyrir Cleveland. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant og Nick Young fóru báðir yfir 30 stiga múrinn í nótt.Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 116-101 Charlotte Bobcats-Denver Nuggets 100-98 Philadelphia 76ers-Cleveland Cavaliers 117-97 Dallas Mavericks-Golden State Warriors 105-100 Houston Rockets-Detroit Pistons 97-83 Portland Trail Blazers-Phoenix Suns 106-99 Los Angeles Lakers-Washington Wizards 115-108 NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns.Dirk Nowitzki skoraði 25 stig, Jason Terry var 20 stig og Caron Butler skoraði 19 stig í 105-100 sigri Dallas Mavericks á Golden State Warriors en þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð. Það vakti hinsvegar meiri athygli að frönsku miðherjarnir Ian Mahinmi (12 stig og 10 fráköst) og Alexis Ajinca komu sterkir inn í veikindum Tyson Chandler og villuvandræðum Brendan Haywood. Golden State tapaði sínum fjórða leik í röð og þeim níunda í síðustu tíu leikjum. Stephen Curry var með 21 stig, David Lee skoraði 20 stig og Monta Ellis var með 18 stig.Kobe Bryant skoraði 32 stig og Lamar Odom var með 24 stig þegar Los Angeles Lakers vann 115-108 sigur á Washington Wizards. Pau Gasol var með 21 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar í síðasta heimaleik meistaranna í bili en framundan er sjö leikja og tveggja vikna útileikjaferðlag. Nick Young skoraði 30 stig fyrir Washington og John Wall var með 22 stig og 14 stoðsendingar en Wizards-liðið er búið að tapa öllum ellefu útileikjum sínum. Josh SmithMynd/AP Wesley Matthews var með 24 stig og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 20 stig þegar Portland Trail Blazers vann 106-99 sigur á Phoenix Suns. Suns var búið að vinna þrjá leiki í röð og var með níu stiga forskot í upphafi fjórða leikhlutans en allt kom fyrir ekki. Steve Nash var með 24 stig og 15 stoðsendingar hjá Phoenix. Andre Miller, leikstjórnandi Portland, tók út leikbann í þessum leik en hann var búinn að spila 632 leiki í röð eða alla leiki síðan í janúar 2003.Atlanta Hawks blómstrar án stjörnuleikmannsins Joe Johnson en liðið vann 116-101 sigur á New Jersey Nets í nótt. Josh Smith skoraði 34 stig en hann hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Hawks-liðið er búið að vinna 4 af 5 leikjum sínum síðan að Joe Johnson meiddist á olnboga. Jamal Crawford var með 26 stig og Al Horford bætti við 24 stigum. 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir Nets og Devin Harris var með 18 stig og 13 stoðsendingar. Stephen Jackson og J.R. Smith.Mynd/AP George Karl náði ekki að vinna sinn þúsundasta leik sem þjálfari þegar Denver Nuggets tapaði 98-100 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Bobcats og Gerald Wallace var með 20 stig. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony var með 22 stig fyrir Denver sem var búið að vinna sjö leiki í röð.Luis Scola var með 35 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 97-83 sigur á Detroit Pistons á heimavelli sínum. Kyle Lowry var með 22 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Kevin Martin bætti við 21 stigi. Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Detroit.Thaddeus Young skoraði 26 stig í fjórða sigurleik Philadelphia 76ers í síðustu fimm leikjum. Philadelphia vann þá 117-97 sigur á Cleveland Cavaliers en gamla liðið hans LeBrons James hefur tapaði fimm síðustu leikjum sínum með 22,2 stigum að meðaltali. J.J. Hickson skoraði 18 stig fyrir Cleveland. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant og Nick Young fóru báðir yfir 30 stiga múrinn í nótt.Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 116-101 Charlotte Bobcats-Denver Nuggets 100-98 Philadelphia 76ers-Cleveland Cavaliers 117-97 Dallas Mavericks-Golden State Warriors 105-100 Houston Rockets-Detroit Pistons 97-83 Portland Trail Blazers-Phoenix Suns 106-99 Los Angeles Lakers-Washington Wizards 115-108
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira