Körfubolti

Styttist í að Yao spili

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Kínverski miðherjinn Yao Ming segir að hann verði bráðlega klár í slaginn með Houston Rockets en hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum misserum. Ming er hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar eða rétt um 2.30 m á hæð en hann lék ekkert með Houston á síðustu leiktíð vegna meiðsla í fæti.

Ming meiddist í leik gegn New York Knicks þann 10. nóvember s.l. en forráðamenn Houston tóku þá ákvörðun fyrir tímabilið að hann myndi aðeins leika í 24 mínútur í leik af alls 48.

„Ég bíð bara eftir grænu ljósi frá læknateymi liðsins, en ég veit ekki hvenær það verður. Mér líður betur en ég vil ekki hvíla í 20 leiki þegar ég veit að ég get spilað,“  sagði Ming en hann hefur leikið með Houston frá árinu 1997.

Ming er þrítugur að aldri og hefur hann skorað tæplega 20 stig að meðaltali í leik.  Hann hefur sjö sinnum verið valinn í Stjörnulið NBA, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×