NBA: San Antonio vann New Orleans í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2010 09:00 Dejuan Blair keyrir hér á körfuna í nótt. Mynd/AP San Antonio Spurs er ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni í körfubolta en aðra sögu er að segja frá New Orleans Hornets. Liðin mættust í annað skiptið á einni viku í nótt og vann San Antonio liðið aftur.Tony Parker skoraði 19 stig í 109-84 sigri San Antonio á New Orleans. San Antonio hefur þar með unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum og er með bestan árangur í deildinni en New Orleans sem vann átta fyrstu leiki sína hefur tapað 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Chris Paul var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir New Orleans og þeir David West og Trevor Ariza voru báðir með 13 stig. Matt Bonner skoraði 14 stig fyrir San Antonio en sex leikmenn San Antonio skoruðu á bilinu 10 til 14 stig. Steve Nash hitti úr öllum átta skotum sínum utan af velli og öllum fjórum vítunum þegar Phoenix Suns vann 125-108 sigur á Washington Wizards. Nash var með 20 stig og 17 stoðsendingar en Hakim Warrick var stigahæstur með 26 stig. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Washington sem er búið að tapa öllum tíu útileikjum sínum á tímabilinu.Kevin Durant snéri til baka eftir meiðsli og var með 28 stig í 114-109 sigri Oklahoma City Thunder á Golden State Warriors. Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 13 stoðsendingum en Stephen Curry var með 39 stig fyrir Golden State.Nate Robinson tók við stöðu Rajon Rondo sem gat ekki leikið vegna meiðsla og fór litli maðurinn fyrir liði Boston Celtics í 100-75 sigri á New Jersey Nets. Robinson var með 21 stig og Boston vann sinn sjöunda leik í röð. Jordan Farmar skoraði 16 stig fyrir New Jersey.Amare Stoudemire í leiknum í nótt.Mynd/APAmare Stoudemire var með 31 stig og 16 fráköst þegar New York Knicks vann sinn sjöunda útisigur í röð með því að vinna Toronto Raptors 116-99. Landry Fields var með 15 stig og 10 fráköst og Raymond Felton skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur ekki unnið svona marga útileiki í röð síðan í janúar 1995. Amir Johnson var með 22 stig og 16 fráköst fyrir Toronto.Nene skoraði 27 stig og Arron Afflalo var með 25 stig þegar Danver Nuggets vann 108-107 sigur á Memphis Grizzlies. Þetta var 999. sigur þjálfarans George Karl. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis.Wesley Matthews var með 26 stig fyrir Portland Trail Blazers þegar liðið vann 100-91 sigur á Los Angeles Clippers. Brandon Roy var með 14 stig, Nicolas Batum bætti við 13 stigum og 13 fráköstum og Marcus Camby var með 12 stig og 19 fráköst. Eric Gordon skoraði 24 stig og Blake Griffin náði sinni áttundu tvennu í röð með 21 stigi og 15 fráköstum.Richard Hamilton var með 27 stig og Rodney Stuckey bætti við 24 stigum og 11 stoðsendingum þegar Detroit Pistions vann 102-92 sigur á Cleveland Cavaliers. Cleveland er þar með búið að tapa tveimur síðustu leikjum sínum með samtals 62 stigum því þetta var fyrsti leikur liðsins eftir heimsóknina frá LeBron James og hans nýju félögum í Miami Heat. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash gaf 17 stoðsendingar í nótt.Mynd/APNew Jersey Nets-Boston Celtics 75-100 Toronto Raptors-New York Knicks 99-116 Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 102-92 Oklahoma City Thunder-Golden State Warriors 114-109 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 109-84 Denver Nuggets-Memphis Grizzlies 108-107 Phoenix Suns-Washington Wizards 125-108 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 100-91 NBA Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Sjá meira
San Antonio Spurs er ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni í körfubolta en aðra sögu er að segja frá New Orleans Hornets. Liðin mættust í annað skiptið á einni viku í nótt og vann San Antonio liðið aftur.Tony Parker skoraði 19 stig í 109-84 sigri San Antonio á New Orleans. San Antonio hefur þar með unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum og er með bestan árangur í deildinni en New Orleans sem vann átta fyrstu leiki sína hefur tapað 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Chris Paul var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir New Orleans og þeir David West og Trevor Ariza voru báðir með 13 stig. Matt Bonner skoraði 14 stig fyrir San Antonio en sex leikmenn San Antonio skoruðu á bilinu 10 til 14 stig. Steve Nash hitti úr öllum átta skotum sínum utan af velli og öllum fjórum vítunum þegar Phoenix Suns vann 125-108 sigur á Washington Wizards. Nash var með 20 stig og 17 stoðsendingar en Hakim Warrick var stigahæstur með 26 stig. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Washington sem er búið að tapa öllum tíu útileikjum sínum á tímabilinu.Kevin Durant snéri til baka eftir meiðsli og var með 28 stig í 114-109 sigri Oklahoma City Thunder á Golden State Warriors. Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 13 stoðsendingum en Stephen Curry var með 39 stig fyrir Golden State.Nate Robinson tók við stöðu Rajon Rondo sem gat ekki leikið vegna meiðsla og fór litli maðurinn fyrir liði Boston Celtics í 100-75 sigri á New Jersey Nets. Robinson var með 21 stig og Boston vann sinn sjöunda leik í röð. Jordan Farmar skoraði 16 stig fyrir New Jersey.Amare Stoudemire í leiknum í nótt.Mynd/APAmare Stoudemire var með 31 stig og 16 fráköst þegar New York Knicks vann sinn sjöunda útisigur í röð með því að vinna Toronto Raptors 116-99. Landry Fields var með 15 stig og 10 fráköst og Raymond Felton skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur ekki unnið svona marga útileiki í röð síðan í janúar 1995. Amir Johnson var með 22 stig og 16 fráköst fyrir Toronto.Nene skoraði 27 stig og Arron Afflalo var með 25 stig þegar Danver Nuggets vann 108-107 sigur á Memphis Grizzlies. Þetta var 999. sigur þjálfarans George Karl. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis.Wesley Matthews var með 26 stig fyrir Portland Trail Blazers þegar liðið vann 100-91 sigur á Los Angeles Clippers. Brandon Roy var með 14 stig, Nicolas Batum bætti við 13 stigum og 13 fráköstum og Marcus Camby var með 12 stig og 19 fráköst. Eric Gordon skoraði 24 stig og Blake Griffin náði sinni áttundu tvennu í röð með 21 stigi og 15 fráköstum.Richard Hamilton var með 27 stig og Rodney Stuckey bætti við 24 stigum og 11 stoðsendingum þegar Detroit Pistions vann 102-92 sigur á Cleveland Cavaliers. Cleveland er þar með búið að tapa tveimur síðustu leikjum sínum með samtals 62 stigum því þetta var fyrsti leikur liðsins eftir heimsóknina frá LeBron James og hans nýju félögum í Miami Heat. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash gaf 17 stoðsendingar í nótt.Mynd/APNew Jersey Nets-Boston Celtics 75-100 Toronto Raptors-New York Knicks 99-116 Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 102-92 Oklahoma City Thunder-Golden State Warriors 114-109 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 109-84 Denver Nuggets-Memphis Grizzlies 108-107 Phoenix Suns-Washington Wizards 125-108 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 100-91
NBA Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli