NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Hægur bati hjá Nowitzki

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki fór í aðgerð á hné í október og þá var áætlað að hann yrði sex vikur að jafna sig. Nú er liðinn mánuður og leikmaðurinn viðurkennir að batinn sé hægur og hann verði lengur frá.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deildin malar gull en NFL deildin er langstærst

Rekstur NBA deildarinnar í körfuknattleik gengur vel og David Stern framkvæmdastjóri deildarinnar gerir ráð fyrir að heildarvelta deildarinnar aukist um 20% á þessu keppnistímabili. Heildarvelta NBA deildarinnar fer í fyrsta sinn yfir 5 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur um 645 milljörðum ísl. kr.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn tapar Lakers | Knicks enn ósigrað

Danny Green tryggði San Antonio Spurs nauman sigur á LA Lakers með þriggja stiga körfu níu sekúndum fyrir leikslok. Pau Gasol tók síðasta skot Lakers úr erfiðri stöðu en það dugði ekki til.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson hissa þegar Lakers réð D'Antoni

Það kom mörgum í opna skjöldu í gær þegar LA Lakers gaf það út að félagið væri búið að semja við Mike D'Antoni um að taka við liðinu. Var þá ekki annað vitað en félagið væri bara að ræða við Phil Jackson um að taka við liðinu í þriðja sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

D'Antoni tekur við Lakers

LA Lakers er búið að ráða nýjan þjálfara í stað Mike Brown. Það er ekki Phil Jackson, eins og margir vonuðu, heldur er það Mike D'Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix og NY Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

Mike Brown rekinn frá Los Angeles Lakers

Mike Brown var í kvöld rekinn sem þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers en Lakers-liðið var aðeins búið að vinna 1 af fyrstu fimm leikjum NBA-tímabilsins auk þess að tapa öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Harden fékk bara klukkutíma til að segja já eða nei

James Harden segist hafa sárnað mikið þær aðstæður sem Oklahoma City Thunder setti hann í á dögunum og urðu á endanum til þess að félagið skipti honum til Houston Rockets þar sem kappinn hefur blómstrað í fyrstu leikjum NBA-tímabilsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: "Fjögurra stiga" karfa hjá Ray Allen í blálokin

San Antonio Spurs byrjar NBA-tímabilið vel en liðið vann þriðja sigurinn í röð. Miami Heat getur þakkað fjögurra stiga sókn frá Ray Allen fyrir nauman sigur á Denver Nuggets, Boston Celtics vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, Brooklyn Nets vann sinn fyrsta heimasigur og sigurganga Houston Rockets endaði með tapi í framlengingu á móti Portland Trail Blazers..

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers og Boston tapa og tapa - myndir

Boston Celtics og Los Angeles Lakers eru tvö af sigursælustu félögunum í sögu NBA-deildarinnar og ætla sér bæði stóra hluti á þessu NBA-tímabili en það er óhætt að segja að byrjunin sé ein samfelld martröð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: New York vann Miami og Lakers tapar enn

New York Knicks varð í nótt fyrsta liðið til að vinna Miami Heat í titilvörninni en fjölmargir leikir fóru þá fram í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og nú fyrir nágrönnunum í Los Angeles Clippers og James Harden setti nýtt persónulegt met með því að skora 45 stig í sigri Houston Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant: Sýnið smá þolinmæði

Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu í viðbót að hafa tapað öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Nýju stórstjörnurnar Steve Nash og Dwight Howard hafa því enn ekki unnið leik í Lakers-búningnum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Flautukarfa Parker tryggði Spurs sigur á OKC

Tony Parker tryggði San Antonio Spurs 86-84 sigur á Oklahoma City Thunder í eina leik NBA-deildarinnar í nótt með því að skora sigurkörfuna rétt áður en lokaflautið gall. Oklahoma City Thunder tapaði því fyrsta leiknum án James Harden en San Antonio er fyrsta liðið til þess að vinna tvo leiki á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

New York liðin fá ekki að mætast í kvöld

New York borg á nú tvö lið í NBA-deildinni eftir að New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Liðin áttu að mætast í Barclays Center, nýrri höll Brooklyn Nets, í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna fellibylsins Sandy.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers tapar og tapar - Harden frábær í fyrsta leik

Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tap í Portland í nótt. James Harden fór á kostum í fyrsta leik sínum með Houston Rockets og Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Chicago Bulls og Philadelphia 76ers byrjuðu öll með sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers tapaði og Miami vann Boston

NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum. NBA-meistarar Miami Heat byrjuðu á sigri á Boston Celtics en nýju stjörnurnar í Los Angeles Lakers töpuðu aftur á móti á móti vængbrotnu liði Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James tók sér bara 9 daga sumarfrí

Það var nóg að gera hjá besta körfuboltamanni heims í sumar. LeBron James vann sinn fyrsta NBA-meistaratitil í júní og bætti síðan við Ólympíugulli í London í ágúst. Í millitíðinni eyddi hann tímanum í að bæta sinn leik sem og að sinna skyldum út um allan heim.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade og James hissa á því að Thunder lét Harden fara

LeBron James, Dwyane Wade og félagar í Miami Heat mættu Oklahoma City Thunder í úrslitunum um NBA-titilinn í sumar en öllum að óvörum ákváðu forráðamenn Oklahoma City að láta eina af sínum stærstu stjörnum fara á dögunum. Wade og James eru báðir hissa á þessari ákvörðun.

Körfubolti