Kobe bjargaði Lakers | 17. sigur Miami í röð | Úrslit næturinnar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. mars 2013 11:00 Mynd: AP Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira