Körfubolti

Krzyzewski hættir með bandaríska landsliðið

Krzyzewski á ÓL í London.
Krzyzewski á ÓL í London.
Körfuboltaþjálfarinn Mike Krzyzewski hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að þjálfa bandaríska landsliðið á HM sumarið 2014.

Krzyzewski er þjálfari Duke-háskólans og hefur verið með bandaríska landsliðið síðan 2005 og unnið með liðinu tvö Ólympíugull.

"Það hefur verið æðislegt og mikill heiður að þjálfa bandaríska landsliðið," sagði Krzyzewski sem einnig vann HM 2010 með landsliðinu en liðið varð að sætta sig við brons árið 2006.

Bandaríska körfuboltasambandið hefur ekki enn gefið upp alla von um að fá Krzyzewski til þess að halda áfram en honum verður vart snúið úr þessu.

Ekki liggur fyrir hver muni leysa hann af sem landsliðsþjálfari.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×