Körfubolti

NBA: Fimmtán sigrar í röð hjá Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/Nordic Photos/Getty
Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann öruggan 97-81 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í nótt og með honum bætti liðið félagsmetið.

Dwyane Wade skoraði 32 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum og LeBron James spilaði í gegnum hnémeiðsli og var með 20 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Chris Bosh var síðan með 11 stig og 9 fráköst.

Derrick Williams skoraði 25 stig og tók 10 fráköst hjá Timberwolves og Ricky Rubio var með 14 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta.

Stephen Curry var með 26 stig og 12 stoðsendingar og David Lee bætti við 29 stigum og 11 fráköstum þegar Golden State Warriors vann 125-118 sigur á Toronto Raptors.

Monta Ellis skoraði 34 stig, Brandon Jennings var með 20 stig og 17 stoðsendingar og J.J. Redick skoraði 8 af 17 stigum sínum í framlengingunni þegar Milwaukee Bucks vann 109-108 sigur á Utah Jazz.

Carmelo Anthony meiddist á hné í öðrum leikhluta en New York Knicks landaði 102-97 endurkomusigri á Cleveland Cavaliers án hans. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og J.R. Smith var með 18 stig. New York var 30-52 undir þegar Carmelo meiddist. Hann gerði lítið úr meiðslunum eftir leik.

Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:

Cleveland Cavaliers - New York Knicks 97-102

Milwaukee Bucks - Utah Jazz 109-108

New Orleans Hornets - Orlando Magic 102-105

Minnesota Timberwolves - Miami Heat 81-97

Denver Nuggets - Atlanta Hawks 104-88

Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 122-105

Golden State Warriors - Toronto Raptors 125-118

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×