„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 5. mars 2023 06:01
Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. Lífið 4. mars 2023 19:27
„Bæði æðislegt og súrrealískt“ Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld. Tónlist 4. mars 2023 17:01
Spjallþáttur Rachael Ray kveður skjáinn Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. Lífið 4. mars 2023 10:12
Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. Erlent 4. mars 2023 08:00
Tom Sizemore er látinn Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall. Lífið 4. mars 2023 07:28
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. Lífið 3. mars 2023 15:09
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Lífið 3. mars 2023 14:37
Gunnar Smári segir það mistök að leggja niður flokksblöðin Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins og jafnframt einn atkvæðamesti fjölmiðlamaður Íslands á síðari árum, lýsir því nú að einhverju leyti óvænt yfir að það hafi verið mistök að leggja niður flokksblöðin á sínum tíma. Menning 3. mars 2023 11:35
Raunveruleikastjörnur slíta trúlofuninni Raunveruleikastjórnurnar Joey Sasso og Kariselle Snow hafa slitið trúlofun sinni. Þau trúlofuðu sig í lokaþætti Netflix-þáttaraðarinnar Perfect Match. Lífið 3. mars 2023 11:03
Forsala á Þjóðhátíð hafin og fyrstu atriðin kynnt Forsala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst klukkan níu í morgun. Þá var tilkynnt um þrjú atriði sem koma fram á hátíðinni. Lífið 3. mars 2023 10:13
Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn. Lífið 2. mars 2023 23:45
Wayne Shorter látinn Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Wayne Shorter er látinn 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins. Lífið 2. mars 2023 22:41
Enga menningu að finna í boxum Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. Innlent 2. mars 2023 19:48
Steve Mackey, bassaleikari Pulp, er dáinn Steve Mackey, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar Pulp, er dáinn. Hann lést í morgun eftir að hafa varið síðustu þremur mánuðum á sjúkrahúsi. Lífið 2. mars 2023 16:40
Upphefð eða bjarnargreiði? Hugleiðing um starfsskilyrði bæjarlistamanns Akureyrar. Skoðun 2. mars 2023 13:30
Vildi vera fyrst til að birta myndir af syni sínum Ofurstjarnan, tónlistarkonan og tískumógúllinn Rihanna prýðir forsíðu breska Vogue tímaritsins í mars mánuði ásamt fjölskyldu sinni. Í samtali við Vogue ræðir hún opinskátt um móðurhlutverkið og segir allt annað í lífinu ómerkilegt í samanburði við það. Lífið 2. mars 2023 12:01
Sér eftir því að hafa nafngreint fyrrverandi kærustur Rapparinn Drake segist sjá eftir því að hafa nafngreint fyrrverandi kærustur sínar í lögum sínum. Hann hafi aldrei gert það með neitt illt í huga en ein þeirra skammaði hann fyrir það. Lífið 2. mars 2023 10:47
Sigþrúður nýr framkvæmdastjóri Forlagsins Sigþrúður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Forlagsins. Hún tekur við stöðunni af Agni Erni Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum. Menning 2. mars 2023 10:36
Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. Erlent 2. mars 2023 08:42
Fundu nýja Moai-styttu á Páskaeyju Vísindamenn á Páskaeyju í Kyrrahafi fundu undir lok febrúar nýja Moai-styttu. Styttan fannst ofan í eldfjallagíg en lítið stöðuvatn var ofan í gígnum áður. Erlent 2. mars 2023 08:39
Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal. Menning 1. mars 2023 15:01
Ætlar að tala almennilega um löðrunginn Það vakti gífurlega athygli þegar leikarinn Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix mun Rock tala almennilega um löðrunginn í nýju uppistandi sínu. Lífið 1. mars 2023 13:21
Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Lífið 1. mars 2023 10:57
Aflýsir tónleikaferðalaginu vegna veikinda Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur aflýst öllum tónleikunum sem eftir voru af Justice tónleikaröðinni. Lífið 1. mars 2023 09:49
„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Bíó og sjónvarp 1. mars 2023 09:30
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. Lífið 1. mars 2023 07:01
Hugmyndin of góð til þess að framkvæma hana ekki Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Powergang Podcast kom út í gær. Þar fara Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson yfir hvernig lagið Power sem Diljá syngur í Söngvakeppninni varð til. Diljá segist vilja leyfa fólki að kynnast sér og Pálma betur. Lífið 28. febrúar 2023 14:00
Ása keppir í Biggest Loser í Þýskalandi: „Svona ferðalag er ekki dans á rósum“ Ný þáttaröð Biggest Loser er sýnd um þessar mundir í Þýskalandi. Þar er hin íslenska Ása Ástardóttir meðal keppenda en hún hefur strax náð að vekja mikla athygli í fyrstu þremur þáttunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ása tekur þátt í raunveruleikaþætti úti í Þýskalandi. Lífið 28. febrúar 2023 11:21
Fyrsti Svíinn til að stýra dómnefndinni í Cannes í fimmtíu ár Sænski leikstjórinn Ruben Östlund verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. Bíó og sjónvarp 28. febrúar 2023 09:47