„Langar að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. maí 2023 07:01 Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona og lífskúnstner hitti blaðamann í kaffi og ræddi um lífið, listina og allt þar á milli. Vísir/Vilhelm „Glasið mitt er oftast frekar fullt. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og þegar að ég hef lent á veggjum eða í áföllum þá leita ég eðlislæga oft í hið bjarta,“ segir leikkonan Svandís Dóra, sem lærði nýlega að elska alla parta af sjálfri sér. Svandís Dóra hefur vakið mikla athygli á skjáum landsmanna sem Brynja í þáttunum Aftureldingu og segist stöðugt leita að mennskunni hjá karakterunum sínum, sem hún leggur mikið upp úr að kynnast vel. Blaðamaður hitti Svandísi Dóru í kaffi og fékk að heyra frá lífi hennar og list. Listræn sveitatútta „Ég er algjör sveitatútta og elska náttúruna. Foreldrar mínir eru listrænir en fetuðu samt „praktísku“ leiðina í lífinu þannig að þau voru kannski smávegis ómeðvitað að fela sína listhneigð og ég komst að því seinna,“ segir Svandís og bætir við: „Ég elst upp á miklu íþróttaheimili í Kópavoginum þar sem ég sá ekki möguleikann á að það væri hægt að vera listakona í alvörunni. Ég var alltaf svolítið að fela það en ég hef alltaf verið skapandi. Ég mála líka og spila á hljóðfæri. Ég hef alltaf getað dottið inn í minn eigin heim, farið eitthvert í huganum og var gjarnan að búa til heilan heim og sögur í heilanum á mér. En ég var ekkert endilega alltaf að tala um þetta, mér fannst bara eins og ég væri eitthvað skrýtin. Ég varð mjög fljótt rosa góð í að fitta inn.“ Svandís Dóra hefur alla tíð verið listræn, þrátt fyrir að hafa farið svolítið leynt með það á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Svandís Dóra er yngst af systkinum sínum og eru tíu ár á milli hennar og næsta systkinis. „Ég var smá einbirni en hef líka svona yngstu barna tendensa. Ég var svolítið trúðurinn í fjölskyldunni og ef einhver var til dæmis ósáttur þá var ég mætt að slá á létta strengi. Ég fattaði þetta ekki almennilega fyrr en bara seinna. Ef ég var til dæmis á veitingastað og fólk á næsta borði fór að rífast þá fór ég strax í það að hugsa hvort ég þyrfti ekki að gera eitthvað í því, þó að þetta væri bara ókunnugt fólk,“ segir hún og hlær. Kamelljón á eigin kostnað Þetta hefur fylgt Svandísi Dóru í gegnum lífið, sem er þó stöðugt að læra betur inn á sjálfa mig. „Ég fór ung mjög fljótt að aðlagast og tappa inn á einhverja ákveðna orku hjá fólki. Ég var meðvituð um að í ákveðnum aðstæðum vildi fólk að ég væri svona og svo einhvern veginn öðruvísi annars staðar. Þannig að ég byrja snemma að vera svolítið kamelljón, af því að ég vildi að fólki liði vel í kringum mig en ég fattaði svo á seinni árum að það var svolítið á minn kostnað.“ Hún segir þennan eiginleika þó stundum getað hentað vel í starfi hennar sem leikkona.„Þetta getur auðveldað mér að skilja fólk. Mér finnst rosa gaman að fólki, ég elska að grúska í hausnum á fólki og skilja hver ertu, af hverju hagarðu þér svona og allt þetta. Ég er rosa heilluð af hegðun.“ Svandís Dóra á systur sem er sálfræðingur og segist hún oft geta leitað ráða hjá henni í starfinu.„Þegar ég lendi á vegg og skil til dæmis ekki af hverju karakter hjá mér er að haga sér á ákveðinn hátt, þá er svo gott að tala við Bryndísi systur. Hún á fullt af sálfræðibókum til dæmis og mig langar svo að skilja fólk. Af því að fólk er svo flókið og hlutirnir eru aldrei svart á hvítu.“ Svandís Dóra hefur gríðarlegan áhuga á fólki og leggur mikið upp úr því að kynnast vel þeim karakterum sem hún leikur.Vísir/Vilhelm Hið bjarta og jákvæða Svandís Dóra lýsir sjálfri sér sem grúskara sem finnst alveg ótrúlega gaman að vera til. „Lífið er ekkert alltaf dans á rósum. Ég hef þurft að vinna mikið í mér og ég held að maður þurfi stanslaust að vera að því. Í sjálfsskoðun og sjálfsvinnu. En glasið mitt er oftast frekar fullt. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og þegar ég hef lent á veggjum eða í áföllum þá leita ég eðlislæga oft í hið bjarta. Ég á oft auðvelt með að finna hið jákvæða. Og mér finnst lífið bara ótrúlega áhugavert og heillandi. Ég myndi líka segja að ég sé andstæða við dómhörð, ég á erfitt með að vera í kringum dómhart fólk. Þú veist aldrei og þú þarft að kynnast fólki. Hjá mér byrja allir bara með 10 og svo bara þangað til annað kemur í ljós þá býst ég við því besta. Enda er mjög auðvelt að ljúga að mér. Mér finnst bara fáránlegt að fólk ljúgi að mér, mér finnst það bara fáránleg pæling,“ segir hún og hlær. Svandís Dóra segir að það sé auðvelt að ljúga að sér enda finnst henni fáránleg pæling að gera það.Vísir/Vilhelm Þarft að vera skýr um hver þú ert Svandís Dóra leggur gríðarlega mikinn metnað í karaktersköpun sína. Hún segir að í dag eigi hún einnig auðveldara með að fjarlægja sig frá karakternum í daglegu lífi, þrátt fyrir að geta verið mikið kamelljón. „Ég held að það sé mjög algengt á unglingsárunum og í gegnum menntaskóla að maður sé svolítið að leita að sér og hugsa hver er ég? Ég er rosa forvitin að eðlisfari, mig langar að prófa allt, gera allt og upplifa allt. Mig þyrstir svolítið í allt í kringum mig. Þannig að það er eðlilegt að maður sé að leita og prófa sig áfram. En maður lærir svo mikið í gegnum sjálfið og í gegnum lífið, hvernig maður upplifir hluti og bregst við í gegnum mótlæti. Ég hef markvisst verið að leita í minn kjarna síðastliðin ár. Það er rosalega mikilvægt fyrir mann sem listamann. Maður er alltaf að fara út og prófa mismunandi karaktera, móta sig og klæða sig í annað fólk. Þess þá heldur þarftu að vera skýr um hver þú ert.“ Hvílir betur í sjálfri sér Um leið og Svandís Dóra fór að einblína betur á það hætti hún að skammast sín fyrir það hver hún er. Sú uppgötvun hefur verið í mikilli og jákvæðri þróun síðustu ár. „Þetta er ég, með allri þeirri óreiðu sem því fylgir. Um leið og ég fór að fagna því þá fannst mér ég ná einhverri jörð og meiri ró í vinnunni. Ég hvíldi betur í sjálfri mér og átti um leið auðveldara með að samsama mig karakterunum.“ Hún segir mikilvægt fyrir hana að skilja karakterana sína.„Það þýðir ekki að þegar ég er að leika heróínsjúkling þurfi ég að prófa heróín en ég get þá kannski tengt við eitthvað annað. Maður þarf að samsama sig og ég þarf að finna eitthvað innra með mér sem ég get tengt við. Svo þróar maður þetta og býr til meira. Um leið og ég var farin að elska alla parta hjá mér, það ljósa og hið dökka, þá leið mér betur í starfi og varð öruggari með að gera mistök og leita að óþægilegum tilfinningum. Það skipti rosa miklu máli fyrir mig þegar ég fattaði þetta og tók sjálfa mig í sátt. Það var mjög stór varða í mínu lífi fyrir nokkrum árum. En ég var oft ósanngjörn við sjálfa mig. Mig langar núna bara að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ Svandís Dóra lærði að elska alla parta af sjálfri sér og var það stór varða í hennar lífi.Vísir/Vilhelm Engin brjáluð Brynja á heimilinu Svandís Dóra gekk nærri sér í hlutverki Brynju í Aftureldingu og segir hana rosalega afgerandi karakter. Hún finni þó mikinn mun á því að geta fjarlægt sig betur frá henni heima. „Þetta er náttúrulega langt tímabil, að taka upp svona seríu. Við vorum fjóra mánuði í tökum og undirbúningsferlið var nokkrir mánuðir, fyrir utan það að Brynja er búin að vera í hausnum á mér í nokkur ár.“ Svandís Dóra byrjaði að iðka hugleiðslu fyrir nokkrum árum síðan og segir hún það algjörlega hafa breytt lífi sínu. „Ég bjó mér til ákveðið ritual í tökunum á Aftureldingu. Ég byrjaði daginn á að hugleiða heima og svo alltaf þegar ég mætti á sett byrjaði ég á sminki, það var verið að setja tattú og svona á mig og það tók svolítið langan tíma. Eftir að ég var búin að heilsa öllum og tala við Josefine yfirsminku setti ég heyrnartól í eyrun á mér og svo bara hvarf ég í smá stund. Ég fór í gegnum mína eigin hugleiðslu og mitt ritual til að stimpla mig inn, nú er ég mætt og þetta er svona ákveðinn fókus. Ég var ekkert eitthvað í hádegismatnum að halda áfram að vera Brynja en samt sem áður fannst mér þetta hjálpa mér að halda fókus yfir daginn. Sérstaklega ef það voru erfiðar og dramatískar senur. Svo áður en að ég fór heim tók ég annað ritual og skildi Brynju eftir. Af því að ég vildi bara koma heim og knúsa manninn minn og þriggja ára son minn. Ég vildi ekki beint koma heim með eina brjálaða Brynju. Heimilið mitt er mitt athvarf. Þar er hjartað.“ View this post on Instagram A post shared by Svandis Dora Einarsdottir (@svandisdora) Óhrædd við sjálfsskoðunina Fyrir Svandísi Dóru er mikilvægt að vera stöðugt tilbúin að uppgötva eitthvað nýtt við sjálfa sig og fara út fyrir þægindarammann. „Þægindaramminn smám saman þrengist að þér, minnkar og minnkar þangað til að hann kæfir þig. Þannig að þú þarft stöðugt að vera að fara út fyrir hann og þá stækkar allt. Það getur verið drullu erfitt. Lífið bara kemur fyrir og við upplifum allt út frá okkur, bæði erfiðleika og stórkostlega hluti, og þú þarft alltaf að vera meðvitaður um að vinna vinnuna sjálfur. Hvernig get ég verið betri manneskja, hvernig get ég notið lífsins betur, hvernig get ég stækkað? Ég vil vera óhrædd við að prófa mig áfram og vera í þessari sjálfsskoðun. Það skiptir svo miklu máli að vera í reglulegri sjálfsskoðun, uppfæra lífið reglulega og vera meðvituð.“ Svandís Dóra er óhrædd við að þróast og vera í reglulegri sjálfsskoðun.Vísir/Vilhelm „Þetta var bara sturlað“ Sem áður segir fór Svandís Dóra í gegnum unglingsárin í smávegis felum með listrænan áhuga sinn. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að koma fram, hélt alltaf ræður fyrir framan bekkinn og ef að það var eitthvað leikrit í skólanum þá var ég þar. Svo fer ég í Verzló og þori ekki að fara í prufur fyrir Nemó fyrr en á síðasta ári. Jóhann G. Jóhannsson var þá að leikstýra og hann sparkaði svolítið í rassinn á mér og sagði mér að ég ætti að vera í þessum bransa. Ég fór svo í ensku í háskólanum og langaði út í nám, ég vildi fara burt frá Íslandi. Svo fer ég að leika í Stúdentaleikhúsinu og kynnist æðislegum krökkum. Agnar Jón Egilsson var að leikstýra einu verki þar og hann hafði mjög mótandi áhrif á mig. Ég fékk dramatískt hlutverk í verkinu og hann tók mig svolítið á teppið og sagði mér að sækja um í skóla hérna heima. Svo fer ég að skoða LHÍ og fatta að þetta var skólinn sem mig langaði mest í. Svo að ég fer í prufur, aðallega af því að það var gaman, og kemst svo inn, sem ég bjóst ekki við. Ég undirbjó mig sjúklega vel en hélt ekki að ég myndi komast inn.“ Lífið breyttist í kjölfarið og Svandís Dóra fann ákveðinn samastað. „Ég gleymi því aldrei þegar ég mæti í Listaháskólann og átta mig á því að það er til fleira fólk eins og ég. Þetta var bara sturlað. Ég á algjörlega yndislegar æskuvinkonur úr grunnskóla og menntaskóla og maður eignast vinkonur í gegnum tíðina en allt í einu fann ég tribe-ið mitt og hugsaði bara ég er ekkert svo skrýtin,“ segir hún og brosir. „Þetta var algjörlega magnað. Ég var ótrúlega frjáls þarna í náminu, fékk að vera ég og hætta að reyna að fitta inn í eitthvað.“ Sveiflur á sjálfstraustinu Svandís Dóra hefur verið sjálfstætt starfandi frá útskrift og segir að það hafi verið svolítið hark „Ég hef fengið mörg frábær hlutverk en ég er líka búin að vera sveitt að skapa mér tækifæri. Ég hef alveg verið heppin en ég hef líka lagt rosalega mikið á mig. Svo sveiflast maður oft til. Stundum hefur maður trú á sér og hugsar ég get þetta alveg og stundum hugsar maður ég get ekki neitt. Það eru svo miklar sveiflur í þessu.“ Hún segist fara misjafnar leiðir til að hvetja sjálfa sig áfram. „Mér finnst frábært að fara reglulega til sálfræðings, vinna í mínum málum, skoða og klukka svona ranghugmyndir. Hvað er lygi, hvenær er djöfullinn á öxlinni að eyðileggja fyrir mér? Smám saman, með sjálfsvinnu, lærir maður að hlusta á innsæið sitt og veit betur hvenær maður þarf að skoða hlutina og vanda sig betur og hvenær á maður að segja heyrðu hættu þessu rugli, ég er að standa mig vel. Mér finnst einnig hjálpa mér að halda grunnstoðunum í lagi. Passa upp á svefninn, mataræðið, hugleiðsluna, hitta fólkið mitt, hlæja, hafa gaman og njóta. Þegar ég er í jafnvægi líður mér betur og ég sé skýrar. Ég er líka farin að þekkja mig betur, ef ég er eitthvað langt niðri þarf ég stundum bara hreyfingu. Ég elska hestana mína og á hús í sveitinni. Við hjónin ákváðum að eiga litla íbúð í bænum og svo hús í sveitinni en við tókum við húsi foreldra minna í Gnúpverjahreppi“ View this post on Instagram A post shared by Svandis Dora Einarsdottir (@svandisdora) Mávarnir, sjórinn, fjöllin og hestarnir Svandís Dóra ber sterkar rætur til íslensku sveitarinnar og segir hana órjúfanlegan hluta af sjálfri sér. „Við hjónin fluttum til Berlínar 2016 og ég var fram og til baka þar í tvö ár. Fyrsta veturinn var ég eitthvað svo þung og skildi ekki hvað var í gangi.“ Þegar hún flaug svo heim til Íslands í tökur fékk hún svo eins konar uppljómun. „Ég lendi á Íslandi og ég heyri í mávum. Það var svo mikil upplifun, ég hafði ekki heyrt í mávum svo lengi og svo fann ég lyktina af sjónum. Þá fatta ég bara vá, sjórinn minn, fjöllin mín, hestarnir mínir. Ég þurfti að flytja út til að skilja að hér finn ég sköpunarkraftinn minn. Hérna sting ég í samband og hér verð ég að hafa akkerið mitt. Ég elska að ferðast, skoða heiminn og er ótrúlega forvitin. Ég þarf þó alltaf að eiga heima hér og koma reglulega hingað til að stinga í samband. Hér er minn sköpunarkraftur, hann er í náttúrunni.“ Tónlist getur einnig reynst Svandísi Dóru mikil hvatning og hlustar hún oft á alls konar tónlist til að koma sér í gírinn. Þá gerir hún einnig sérstaka lagalista fyrir karakterana sína. „Mér finnst líka æðislegt að fara á söfn og sýningar fyrir innblásturinn. Stundum þarf ég þó bara að komast upp í sveit og ekki tala við neinn í þrjá daga, finna fyrir orkunni og náttúrunni og einhverju stærra en ég sjálf. Fyrir nokkrum árum fannst mér ég líka losna við eitthvað egó sem var að þvælast fyrir manni, þessa hugmynd manns um mann sjálfan í staðinn fyrir að vera maður sjálfur.“ Svandís Dóra og hundurinn Sprækur.Vísir/Vilhelm Brjálaða keppnisskapið nauðsynlegt aftur Svandís Dóra hefur alltaf haft mikla hreyfiþörf, var á fullu í handboltanum á unglingsárum og hefur stundað ýmsa hreyfingu í gegnum tíðina. „Ef ég hreyfi mig ekki í nokkra daga er ég orðin tryllt,“ segir hún og hlær. Þegar hún byrjaði að undirbúa sig fyrir tökur á Aftureldingu hafði hún ekki spilað í einhver átján ár. Hún og meðleikkonur hennar Unnur Backman, Anna Hafþórs og Saga Garðars eru allar með bakgrunn í handbolta og þær byrjuðu að spila með U-liðinu í meistaraflokki Vals. „Það var sjúklega skemmtilegt. Ég man bara að frá fyrstu æfingu fór gamla keppnisskapið bara í gang. Ég var farin að fleygja mér inn í teyg, hugsaði bara ég er alveg með þetta og svo eftir korter þá gat ég varla andað,“ segir hún hlæjandi. „Ég var nýbúin að eignast barn, búin að vera í jóga og finna gyðjuna í sjálfri mér og líkaminn minn var bara hvað er í gangi. Ég þurfti þó að finna þessa Svandísi aftur, gömlu Svandísi sem var tryllt og með brjálað keppnisskap.“ Hún segir einnig gott að hafa getað farið í gegnum líkamann sinn þegar hún var að kynnast karakternum Brynju. „Til að geta klætt mig algjörlega í karakterinn, ekki bara í hugsun heldur líka hvernig hún labbar og hvernig hún er. Mér finnst það hjálpa mér með að vera skýr í minni karaktersköpun. Þannig að ég fór að æfa handbolta aftur og ég er ekki tvítug lengur, ég var búin að togna, liðirnir voru aðeins lausari eftir barnsburð og alls konar.“ Þjálfarinn Ásgeir Jónsson tekur svo við hópnum þegar tökudagar fóru að nálgast. „Hann var með okkur í einkaþjálfun og ég bara dýrka hann svo mikið. Hann hjálpaði mér svo mikið í gegnum þetta allt, þjálfaði okkur að fínisera allar hreyfingar og var mesti peppari í heimi. Hann gaf okkur sjálfstraust og var með okkur í gegnum allar tökur, kóreógrafaði allar sóknir og alla leiki og var með klipparanum að passa upp á að þetta væri allt trúverðugt. Svo fengum við kort í Mjölni þannig að ég fór líka í styrktaræfingar til að verða sterkari.“ Svandís Dóra fór í jógakennaranám í fyrra sem reyndist henni mjög vel, meðal annars í hlutverki sínu sem Brynja í Aftureldingu.Vísir/Vilhelm Jógakennaranámið gaf frábær verkfæri Svandís Dóra hefur á síðastliðnum árum stundað baptiste jóga af fullum krafti. Þar er talað um þrjú skref sem eru stöðurnar, hugleiðsla og sjálfsskoðun. Allt skiptir þetta jafn miklu máli. „Það hvetur mann til að vera meðvitaður í lífinu, að vakna til lífsins og finna lífsorku, ekki bara keyra áfram. Ég er bara hér og er að gera mitt. Ég vakna á morgnana, stoppa og sé hvað er í gangi fyrir framan augun á manni. Það skiptir máli að vera vakandi. Það er svo auðvelt að vera á sjálfstýringunni og ég þarf reglulega að stoppa mig af. Sérstaklega þegar maður er með mikla orku og flæðandi huga og á fullu. Og hugleiðslan hjálpar svo mikið. Bara að átta mig á, svona er lífið í kringum mig akkúrat núna.“ Baptiste jógað var einnig búið að koma Svandísi í mjög gott form og segir hún að það hafi heldur betur nýst sér vel. „Við áttum að fara í tökur fyrir ári síðan og svo bara eins og gengur og gerist var þeim frestað. Allt í einu var ég því atvinnulaus, það var komið haust og ég gaf ekki einu sinni kost á mér í leikhúsið. Svo sé ég auglýst jógakennaranám í Iceland Power Yoga þar sem ég hef verið í jóga. Inga Hrönn Kristjánsdóttir, eigandi, kom með Baptiste Yoga til Íslands og var með geggjaða kennara sem komu frá Bandaríkjunum sem kenndu með henni.“ Svandís Dóra segir að þarna hafi hún fundið að eitthvað að ofan væri að ýta henni í þetta nám „Mig hafði alltaf langað til að taka jógakennararéttindin, ég hef verið fram og til baka í jóga síðan að ég var tólf ára. Þannig að ég hugsaði að nú væri tíminn.“ Hún sér svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég fékk svo ótrúlega mörg verkfæri sem að nýttust mér svo vel í tökunum, eins og með þessa sjálfsskoðun, ró, fókusinn, að treysta innsæinu, vera meðvituð, losna við lygar í kringum mig sem ég var bara búin að búa til og alls konar. Eftir á hugsaði ég bara vá, takk fyrir þetta afl sem er í kringum okkur.“ Hreyfing út frá sjálfsást Handboltinn, jógað og styrktaræfingar nýttust Svandísi Dóru því einstaklega vel í undirbúningi fyrir hlutverk Brynju. Þá hafi hún einnig verið örlítið strangari í mataræðinu fyrir atvinnu íþróttakonu hlutverkið en það hafi skipt hana miklu máli að gera það rétt. „Ég vil fyrst og fremst passa upp á að verða heilbrigð. Því ég hef átt það til að verða öfgafull í ströngu mataræði og þjálfun og verið þá að fókusera á útlitið eða nota þetta sem einhverja refsingu, að taka þetta á hnefanum. Jógað hefur kennt mér að hreyfa mig út frá sjálfsást. Ég vil gera þetta fyrir mig til að mér líði vel, ekki til að skamma mig. Ég á í heilbrigðara sambandi við líkamann minn, því það hefur oft fokkað mér upp í gegnum tíðina að geta misst tökin. Ég var mjög meðvituð um að gera þetta á heilbrigðan hátt og hugsa hvað þjónar verkinu? Hvað þjónar sögunni hennar Brynju, þetta snýst ekkert um mig. Þetta snýst um hana, hlutverkið og hvaða sögu við viljum segja.“ Svandís Dóra leggur mikið upp úr því að hreyfa sig af sjálfsást og bera virðingu fyrir líkama sínum.Vísir/Vilhelm Elskar Brynju sína Það sem skiptir Svandísi Dóru hvað mestu máli þegar hún þróar karakterana sína er að finna mennskuna í þeim. „Þetta er lifandi manneskja með holdi og blóði með öllum sínum kostum og göllum og sögum og sannleika og lygum, bara eins og ég. Ég átti svo ótrúlega gott og gefandi samstarf við höfunda og leikstjóra og fann að það var hlustað á mig. Það var alltaf opin díalógur á milli okkar og þau sköpuðu svo gott og traust vinnuumhverfi þar sem mér leið vel. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta samstarf og ferðalag. Þegar ég las handritið fyrst hugsaði ég Brynja er svo hörð en fólk verður að finna til með henni, annars er þetta búið. Manni má ekki standa á sama um fólkið, það er eitthvað sem er algjör lykill fyrir mig þegar ég er að búa til karakterana. Ég leita alltaf að mennskunni, hvað gerir hana mannlega og ég þarf alltaf að halda með henni. Og ég elska hana mjög mikið,“ segir þessi lífsglaða og djúpa leikkona hlæjandi að lokum. Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Svandís Dóra hefur vakið mikla athygli á skjáum landsmanna sem Brynja í þáttunum Aftureldingu og segist stöðugt leita að mennskunni hjá karakterunum sínum, sem hún leggur mikið upp úr að kynnast vel. Blaðamaður hitti Svandísi Dóru í kaffi og fékk að heyra frá lífi hennar og list. Listræn sveitatútta „Ég er algjör sveitatútta og elska náttúruna. Foreldrar mínir eru listrænir en fetuðu samt „praktísku“ leiðina í lífinu þannig að þau voru kannski smávegis ómeðvitað að fela sína listhneigð og ég komst að því seinna,“ segir Svandís og bætir við: „Ég elst upp á miklu íþróttaheimili í Kópavoginum þar sem ég sá ekki möguleikann á að það væri hægt að vera listakona í alvörunni. Ég var alltaf svolítið að fela það en ég hef alltaf verið skapandi. Ég mála líka og spila á hljóðfæri. Ég hef alltaf getað dottið inn í minn eigin heim, farið eitthvert í huganum og var gjarnan að búa til heilan heim og sögur í heilanum á mér. En ég var ekkert endilega alltaf að tala um þetta, mér fannst bara eins og ég væri eitthvað skrýtin. Ég varð mjög fljótt rosa góð í að fitta inn.“ Svandís Dóra hefur alla tíð verið listræn, þrátt fyrir að hafa farið svolítið leynt með það á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Svandís Dóra er yngst af systkinum sínum og eru tíu ár á milli hennar og næsta systkinis. „Ég var smá einbirni en hef líka svona yngstu barna tendensa. Ég var svolítið trúðurinn í fjölskyldunni og ef einhver var til dæmis ósáttur þá var ég mætt að slá á létta strengi. Ég fattaði þetta ekki almennilega fyrr en bara seinna. Ef ég var til dæmis á veitingastað og fólk á næsta borði fór að rífast þá fór ég strax í það að hugsa hvort ég þyrfti ekki að gera eitthvað í því, þó að þetta væri bara ókunnugt fólk,“ segir hún og hlær. Kamelljón á eigin kostnað Þetta hefur fylgt Svandísi Dóru í gegnum lífið, sem er þó stöðugt að læra betur inn á sjálfa mig. „Ég fór ung mjög fljótt að aðlagast og tappa inn á einhverja ákveðna orku hjá fólki. Ég var meðvituð um að í ákveðnum aðstæðum vildi fólk að ég væri svona og svo einhvern veginn öðruvísi annars staðar. Þannig að ég byrja snemma að vera svolítið kamelljón, af því að ég vildi að fólki liði vel í kringum mig en ég fattaði svo á seinni árum að það var svolítið á minn kostnað.“ Hún segir þennan eiginleika þó stundum getað hentað vel í starfi hennar sem leikkona.„Þetta getur auðveldað mér að skilja fólk. Mér finnst rosa gaman að fólki, ég elska að grúska í hausnum á fólki og skilja hver ertu, af hverju hagarðu þér svona og allt þetta. Ég er rosa heilluð af hegðun.“ Svandís Dóra á systur sem er sálfræðingur og segist hún oft geta leitað ráða hjá henni í starfinu.„Þegar ég lendi á vegg og skil til dæmis ekki af hverju karakter hjá mér er að haga sér á ákveðinn hátt, þá er svo gott að tala við Bryndísi systur. Hún á fullt af sálfræðibókum til dæmis og mig langar svo að skilja fólk. Af því að fólk er svo flókið og hlutirnir eru aldrei svart á hvítu.“ Svandís Dóra hefur gríðarlegan áhuga á fólki og leggur mikið upp úr því að kynnast vel þeim karakterum sem hún leikur.Vísir/Vilhelm Hið bjarta og jákvæða Svandís Dóra lýsir sjálfri sér sem grúskara sem finnst alveg ótrúlega gaman að vera til. „Lífið er ekkert alltaf dans á rósum. Ég hef þurft að vinna mikið í mér og ég held að maður þurfi stanslaust að vera að því. Í sjálfsskoðun og sjálfsvinnu. En glasið mitt er oftast frekar fullt. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og þegar ég hef lent á veggjum eða í áföllum þá leita ég eðlislæga oft í hið bjarta. Ég á oft auðvelt með að finna hið jákvæða. Og mér finnst lífið bara ótrúlega áhugavert og heillandi. Ég myndi líka segja að ég sé andstæða við dómhörð, ég á erfitt með að vera í kringum dómhart fólk. Þú veist aldrei og þú þarft að kynnast fólki. Hjá mér byrja allir bara með 10 og svo bara þangað til annað kemur í ljós þá býst ég við því besta. Enda er mjög auðvelt að ljúga að mér. Mér finnst bara fáránlegt að fólk ljúgi að mér, mér finnst það bara fáránleg pæling,“ segir hún og hlær. Svandís Dóra segir að það sé auðvelt að ljúga að sér enda finnst henni fáránleg pæling að gera það.Vísir/Vilhelm Þarft að vera skýr um hver þú ert Svandís Dóra leggur gríðarlega mikinn metnað í karaktersköpun sína. Hún segir að í dag eigi hún einnig auðveldara með að fjarlægja sig frá karakternum í daglegu lífi, þrátt fyrir að geta verið mikið kamelljón. „Ég held að það sé mjög algengt á unglingsárunum og í gegnum menntaskóla að maður sé svolítið að leita að sér og hugsa hver er ég? Ég er rosa forvitin að eðlisfari, mig langar að prófa allt, gera allt og upplifa allt. Mig þyrstir svolítið í allt í kringum mig. Þannig að það er eðlilegt að maður sé að leita og prófa sig áfram. En maður lærir svo mikið í gegnum sjálfið og í gegnum lífið, hvernig maður upplifir hluti og bregst við í gegnum mótlæti. Ég hef markvisst verið að leita í minn kjarna síðastliðin ár. Það er rosalega mikilvægt fyrir mann sem listamann. Maður er alltaf að fara út og prófa mismunandi karaktera, móta sig og klæða sig í annað fólk. Þess þá heldur þarftu að vera skýr um hver þú ert.“ Hvílir betur í sjálfri sér Um leið og Svandís Dóra fór að einblína betur á það hætti hún að skammast sín fyrir það hver hún er. Sú uppgötvun hefur verið í mikilli og jákvæðri þróun síðustu ár. „Þetta er ég, með allri þeirri óreiðu sem því fylgir. Um leið og ég fór að fagna því þá fannst mér ég ná einhverri jörð og meiri ró í vinnunni. Ég hvíldi betur í sjálfri mér og átti um leið auðveldara með að samsama mig karakterunum.“ Hún segir mikilvægt fyrir hana að skilja karakterana sína.„Það þýðir ekki að þegar ég er að leika heróínsjúkling þurfi ég að prófa heróín en ég get þá kannski tengt við eitthvað annað. Maður þarf að samsama sig og ég þarf að finna eitthvað innra með mér sem ég get tengt við. Svo þróar maður þetta og býr til meira. Um leið og ég var farin að elska alla parta hjá mér, það ljósa og hið dökka, þá leið mér betur í starfi og varð öruggari með að gera mistök og leita að óþægilegum tilfinningum. Það skipti rosa miklu máli fyrir mig þegar ég fattaði þetta og tók sjálfa mig í sátt. Það var mjög stór varða í mínu lífi fyrir nokkrum árum. En ég var oft ósanngjörn við sjálfa mig. Mig langar núna bara að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ Svandís Dóra lærði að elska alla parta af sjálfri sér og var það stór varða í hennar lífi.Vísir/Vilhelm Engin brjáluð Brynja á heimilinu Svandís Dóra gekk nærri sér í hlutverki Brynju í Aftureldingu og segir hana rosalega afgerandi karakter. Hún finni þó mikinn mun á því að geta fjarlægt sig betur frá henni heima. „Þetta er náttúrulega langt tímabil, að taka upp svona seríu. Við vorum fjóra mánuði í tökum og undirbúningsferlið var nokkrir mánuðir, fyrir utan það að Brynja er búin að vera í hausnum á mér í nokkur ár.“ Svandís Dóra byrjaði að iðka hugleiðslu fyrir nokkrum árum síðan og segir hún það algjörlega hafa breytt lífi sínu. „Ég bjó mér til ákveðið ritual í tökunum á Aftureldingu. Ég byrjaði daginn á að hugleiða heima og svo alltaf þegar ég mætti á sett byrjaði ég á sminki, það var verið að setja tattú og svona á mig og það tók svolítið langan tíma. Eftir að ég var búin að heilsa öllum og tala við Josefine yfirsminku setti ég heyrnartól í eyrun á mér og svo bara hvarf ég í smá stund. Ég fór í gegnum mína eigin hugleiðslu og mitt ritual til að stimpla mig inn, nú er ég mætt og þetta er svona ákveðinn fókus. Ég var ekkert eitthvað í hádegismatnum að halda áfram að vera Brynja en samt sem áður fannst mér þetta hjálpa mér að halda fókus yfir daginn. Sérstaklega ef það voru erfiðar og dramatískar senur. Svo áður en að ég fór heim tók ég annað ritual og skildi Brynju eftir. Af því að ég vildi bara koma heim og knúsa manninn minn og þriggja ára son minn. Ég vildi ekki beint koma heim með eina brjálaða Brynju. Heimilið mitt er mitt athvarf. Þar er hjartað.“ View this post on Instagram A post shared by Svandis Dora Einarsdottir (@svandisdora) Óhrædd við sjálfsskoðunina Fyrir Svandísi Dóru er mikilvægt að vera stöðugt tilbúin að uppgötva eitthvað nýtt við sjálfa sig og fara út fyrir þægindarammann. „Þægindaramminn smám saman þrengist að þér, minnkar og minnkar þangað til að hann kæfir þig. Þannig að þú þarft stöðugt að vera að fara út fyrir hann og þá stækkar allt. Það getur verið drullu erfitt. Lífið bara kemur fyrir og við upplifum allt út frá okkur, bæði erfiðleika og stórkostlega hluti, og þú þarft alltaf að vera meðvitaður um að vinna vinnuna sjálfur. Hvernig get ég verið betri manneskja, hvernig get ég notið lífsins betur, hvernig get ég stækkað? Ég vil vera óhrædd við að prófa mig áfram og vera í þessari sjálfsskoðun. Það skiptir svo miklu máli að vera í reglulegri sjálfsskoðun, uppfæra lífið reglulega og vera meðvituð.“ Svandís Dóra er óhrædd við að þróast og vera í reglulegri sjálfsskoðun.Vísir/Vilhelm „Þetta var bara sturlað“ Sem áður segir fór Svandís Dóra í gegnum unglingsárin í smávegis felum með listrænan áhuga sinn. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að koma fram, hélt alltaf ræður fyrir framan bekkinn og ef að það var eitthvað leikrit í skólanum þá var ég þar. Svo fer ég í Verzló og þori ekki að fara í prufur fyrir Nemó fyrr en á síðasta ári. Jóhann G. Jóhannsson var þá að leikstýra og hann sparkaði svolítið í rassinn á mér og sagði mér að ég ætti að vera í þessum bransa. Ég fór svo í ensku í háskólanum og langaði út í nám, ég vildi fara burt frá Íslandi. Svo fer ég að leika í Stúdentaleikhúsinu og kynnist æðislegum krökkum. Agnar Jón Egilsson var að leikstýra einu verki þar og hann hafði mjög mótandi áhrif á mig. Ég fékk dramatískt hlutverk í verkinu og hann tók mig svolítið á teppið og sagði mér að sækja um í skóla hérna heima. Svo fer ég að skoða LHÍ og fatta að þetta var skólinn sem mig langaði mest í. Svo að ég fer í prufur, aðallega af því að það var gaman, og kemst svo inn, sem ég bjóst ekki við. Ég undirbjó mig sjúklega vel en hélt ekki að ég myndi komast inn.“ Lífið breyttist í kjölfarið og Svandís Dóra fann ákveðinn samastað. „Ég gleymi því aldrei þegar ég mæti í Listaháskólann og átta mig á því að það er til fleira fólk eins og ég. Þetta var bara sturlað. Ég á algjörlega yndislegar æskuvinkonur úr grunnskóla og menntaskóla og maður eignast vinkonur í gegnum tíðina en allt í einu fann ég tribe-ið mitt og hugsaði bara ég er ekkert svo skrýtin,“ segir hún og brosir. „Þetta var algjörlega magnað. Ég var ótrúlega frjáls þarna í náminu, fékk að vera ég og hætta að reyna að fitta inn í eitthvað.“ Sveiflur á sjálfstraustinu Svandís Dóra hefur verið sjálfstætt starfandi frá útskrift og segir að það hafi verið svolítið hark „Ég hef fengið mörg frábær hlutverk en ég er líka búin að vera sveitt að skapa mér tækifæri. Ég hef alveg verið heppin en ég hef líka lagt rosalega mikið á mig. Svo sveiflast maður oft til. Stundum hefur maður trú á sér og hugsar ég get þetta alveg og stundum hugsar maður ég get ekki neitt. Það eru svo miklar sveiflur í þessu.“ Hún segist fara misjafnar leiðir til að hvetja sjálfa sig áfram. „Mér finnst frábært að fara reglulega til sálfræðings, vinna í mínum málum, skoða og klukka svona ranghugmyndir. Hvað er lygi, hvenær er djöfullinn á öxlinni að eyðileggja fyrir mér? Smám saman, með sjálfsvinnu, lærir maður að hlusta á innsæið sitt og veit betur hvenær maður þarf að skoða hlutina og vanda sig betur og hvenær á maður að segja heyrðu hættu þessu rugli, ég er að standa mig vel. Mér finnst einnig hjálpa mér að halda grunnstoðunum í lagi. Passa upp á svefninn, mataræðið, hugleiðsluna, hitta fólkið mitt, hlæja, hafa gaman og njóta. Þegar ég er í jafnvægi líður mér betur og ég sé skýrar. Ég er líka farin að þekkja mig betur, ef ég er eitthvað langt niðri þarf ég stundum bara hreyfingu. Ég elska hestana mína og á hús í sveitinni. Við hjónin ákváðum að eiga litla íbúð í bænum og svo hús í sveitinni en við tókum við húsi foreldra minna í Gnúpverjahreppi“ View this post on Instagram A post shared by Svandis Dora Einarsdottir (@svandisdora) Mávarnir, sjórinn, fjöllin og hestarnir Svandís Dóra ber sterkar rætur til íslensku sveitarinnar og segir hana órjúfanlegan hluta af sjálfri sér. „Við hjónin fluttum til Berlínar 2016 og ég var fram og til baka þar í tvö ár. Fyrsta veturinn var ég eitthvað svo þung og skildi ekki hvað var í gangi.“ Þegar hún flaug svo heim til Íslands í tökur fékk hún svo eins konar uppljómun. „Ég lendi á Íslandi og ég heyri í mávum. Það var svo mikil upplifun, ég hafði ekki heyrt í mávum svo lengi og svo fann ég lyktina af sjónum. Þá fatta ég bara vá, sjórinn minn, fjöllin mín, hestarnir mínir. Ég þurfti að flytja út til að skilja að hér finn ég sköpunarkraftinn minn. Hérna sting ég í samband og hér verð ég að hafa akkerið mitt. Ég elska að ferðast, skoða heiminn og er ótrúlega forvitin. Ég þarf þó alltaf að eiga heima hér og koma reglulega hingað til að stinga í samband. Hér er minn sköpunarkraftur, hann er í náttúrunni.“ Tónlist getur einnig reynst Svandísi Dóru mikil hvatning og hlustar hún oft á alls konar tónlist til að koma sér í gírinn. Þá gerir hún einnig sérstaka lagalista fyrir karakterana sína. „Mér finnst líka æðislegt að fara á söfn og sýningar fyrir innblásturinn. Stundum þarf ég þó bara að komast upp í sveit og ekki tala við neinn í þrjá daga, finna fyrir orkunni og náttúrunni og einhverju stærra en ég sjálf. Fyrir nokkrum árum fannst mér ég líka losna við eitthvað egó sem var að þvælast fyrir manni, þessa hugmynd manns um mann sjálfan í staðinn fyrir að vera maður sjálfur.“ Svandís Dóra og hundurinn Sprækur.Vísir/Vilhelm Brjálaða keppnisskapið nauðsynlegt aftur Svandís Dóra hefur alltaf haft mikla hreyfiþörf, var á fullu í handboltanum á unglingsárum og hefur stundað ýmsa hreyfingu í gegnum tíðina. „Ef ég hreyfi mig ekki í nokkra daga er ég orðin tryllt,“ segir hún og hlær. Þegar hún byrjaði að undirbúa sig fyrir tökur á Aftureldingu hafði hún ekki spilað í einhver átján ár. Hún og meðleikkonur hennar Unnur Backman, Anna Hafþórs og Saga Garðars eru allar með bakgrunn í handbolta og þær byrjuðu að spila með U-liðinu í meistaraflokki Vals. „Það var sjúklega skemmtilegt. Ég man bara að frá fyrstu æfingu fór gamla keppnisskapið bara í gang. Ég var farin að fleygja mér inn í teyg, hugsaði bara ég er alveg með þetta og svo eftir korter þá gat ég varla andað,“ segir hún hlæjandi. „Ég var nýbúin að eignast barn, búin að vera í jóga og finna gyðjuna í sjálfri mér og líkaminn minn var bara hvað er í gangi. Ég þurfti þó að finna þessa Svandísi aftur, gömlu Svandísi sem var tryllt og með brjálað keppnisskap.“ Hún segir einnig gott að hafa getað farið í gegnum líkamann sinn þegar hún var að kynnast karakternum Brynju. „Til að geta klætt mig algjörlega í karakterinn, ekki bara í hugsun heldur líka hvernig hún labbar og hvernig hún er. Mér finnst það hjálpa mér með að vera skýr í minni karaktersköpun. Þannig að ég fór að æfa handbolta aftur og ég er ekki tvítug lengur, ég var búin að togna, liðirnir voru aðeins lausari eftir barnsburð og alls konar.“ Þjálfarinn Ásgeir Jónsson tekur svo við hópnum þegar tökudagar fóru að nálgast. „Hann var með okkur í einkaþjálfun og ég bara dýrka hann svo mikið. Hann hjálpaði mér svo mikið í gegnum þetta allt, þjálfaði okkur að fínisera allar hreyfingar og var mesti peppari í heimi. Hann gaf okkur sjálfstraust og var með okkur í gegnum allar tökur, kóreógrafaði allar sóknir og alla leiki og var með klipparanum að passa upp á að þetta væri allt trúverðugt. Svo fengum við kort í Mjölni þannig að ég fór líka í styrktaræfingar til að verða sterkari.“ Svandís Dóra fór í jógakennaranám í fyrra sem reyndist henni mjög vel, meðal annars í hlutverki sínu sem Brynja í Aftureldingu.Vísir/Vilhelm Jógakennaranámið gaf frábær verkfæri Svandís Dóra hefur á síðastliðnum árum stundað baptiste jóga af fullum krafti. Þar er talað um þrjú skref sem eru stöðurnar, hugleiðsla og sjálfsskoðun. Allt skiptir þetta jafn miklu máli. „Það hvetur mann til að vera meðvitaður í lífinu, að vakna til lífsins og finna lífsorku, ekki bara keyra áfram. Ég er bara hér og er að gera mitt. Ég vakna á morgnana, stoppa og sé hvað er í gangi fyrir framan augun á manni. Það skiptir máli að vera vakandi. Það er svo auðvelt að vera á sjálfstýringunni og ég þarf reglulega að stoppa mig af. Sérstaklega þegar maður er með mikla orku og flæðandi huga og á fullu. Og hugleiðslan hjálpar svo mikið. Bara að átta mig á, svona er lífið í kringum mig akkúrat núna.“ Baptiste jógað var einnig búið að koma Svandísi í mjög gott form og segir hún að það hafi heldur betur nýst sér vel. „Við áttum að fara í tökur fyrir ári síðan og svo bara eins og gengur og gerist var þeim frestað. Allt í einu var ég því atvinnulaus, það var komið haust og ég gaf ekki einu sinni kost á mér í leikhúsið. Svo sé ég auglýst jógakennaranám í Iceland Power Yoga þar sem ég hef verið í jóga. Inga Hrönn Kristjánsdóttir, eigandi, kom með Baptiste Yoga til Íslands og var með geggjaða kennara sem komu frá Bandaríkjunum sem kenndu með henni.“ Svandís Dóra segir að þarna hafi hún fundið að eitthvað að ofan væri að ýta henni í þetta nám „Mig hafði alltaf langað til að taka jógakennararéttindin, ég hef verið fram og til baka í jóga síðan að ég var tólf ára. Þannig að ég hugsaði að nú væri tíminn.“ Hún sér svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég fékk svo ótrúlega mörg verkfæri sem að nýttust mér svo vel í tökunum, eins og með þessa sjálfsskoðun, ró, fókusinn, að treysta innsæinu, vera meðvituð, losna við lygar í kringum mig sem ég var bara búin að búa til og alls konar. Eftir á hugsaði ég bara vá, takk fyrir þetta afl sem er í kringum okkur.“ Hreyfing út frá sjálfsást Handboltinn, jógað og styrktaræfingar nýttust Svandísi Dóru því einstaklega vel í undirbúningi fyrir hlutverk Brynju. Þá hafi hún einnig verið örlítið strangari í mataræðinu fyrir atvinnu íþróttakonu hlutverkið en það hafi skipt hana miklu máli að gera það rétt. „Ég vil fyrst og fremst passa upp á að verða heilbrigð. Því ég hef átt það til að verða öfgafull í ströngu mataræði og þjálfun og verið þá að fókusera á útlitið eða nota þetta sem einhverja refsingu, að taka þetta á hnefanum. Jógað hefur kennt mér að hreyfa mig út frá sjálfsást. Ég vil gera þetta fyrir mig til að mér líði vel, ekki til að skamma mig. Ég á í heilbrigðara sambandi við líkamann minn, því það hefur oft fokkað mér upp í gegnum tíðina að geta misst tökin. Ég var mjög meðvituð um að gera þetta á heilbrigðan hátt og hugsa hvað þjónar verkinu? Hvað þjónar sögunni hennar Brynju, þetta snýst ekkert um mig. Þetta snýst um hana, hlutverkið og hvaða sögu við viljum segja.“ Svandís Dóra leggur mikið upp úr því að hreyfa sig af sjálfsást og bera virðingu fyrir líkama sínum.Vísir/Vilhelm Elskar Brynju sína Það sem skiptir Svandísi Dóru hvað mestu máli þegar hún þróar karakterana sína er að finna mennskuna í þeim. „Þetta er lifandi manneskja með holdi og blóði með öllum sínum kostum og göllum og sögum og sannleika og lygum, bara eins og ég. Ég átti svo ótrúlega gott og gefandi samstarf við höfunda og leikstjóra og fann að það var hlustað á mig. Það var alltaf opin díalógur á milli okkar og þau sköpuðu svo gott og traust vinnuumhverfi þar sem mér leið vel. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta samstarf og ferðalag. Þegar ég las handritið fyrst hugsaði ég Brynja er svo hörð en fólk verður að finna til með henni, annars er þetta búið. Manni má ekki standa á sama um fólkið, það er eitthvað sem er algjör lykill fyrir mig þegar ég er að búa til karakterana. Ég leita alltaf að mennskunni, hvað gerir hana mannlega og ég þarf alltaf að halda með henni. Og ég elska hana mjög mikið,“ segir þessi lífsglaða og djúpa leikkona hlæjandi að lokum.
Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira