Menning

Lára Sól­ey á­fram fram­kvæmda­stjóri Sinfó

Atli Ísleifsson skrifar
Lára Sóley Jóhannsdóttir.
Lára Sóley Jóhannsdóttir. Sinfó

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn.

Í tilkynningu segir að Lára Sóley hafi lokið meistaragráðu í listastjórnun frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 2019. 

„Hún starfaði um árabil sem fiðluleikari og sjálfstætt starfandi verkefnastjóri. Á árunum 2010-2014 var hún verkefnastjóri við Menningarhúsið Hof og gegndi starfi framkvæmdastjóra Hofs í afleysingum. 

Lára Sóley er 41 árs gömul, gift Hjalta Jónssyni sálfræðingi og tónlistarmanni og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð árið 1950 og heldur um hundrað tónleika á hverju starfsári, meðal annars áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Eva Ollikainen hefur verið aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá árinu 2020. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.