Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2023 22:52 Nicolas Cage var ansi vígalegur í Superman-búningnum. Til hægri má sjá Ezra Miller sem Flash og Michael Keaton sem Leðurblökumanninn. Samsett Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Leikstjórinn Andy Muschietti greindi frá smáhlutverki Cage í viðtali við Miðausturlanda-útgáfu Esquire nýverið. Þar sagði leikstjórinn að þrátt fyrir að hlutverk Cage hafi verið smávægilegt þá hafi leikarinn sökkt sér í rulluna. Muschietti sagðist sjálfur hafa dreymt um það allt sitt líf að vinna með Cage og hann vonaðist til að vinna aftur með honum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Cage leikur í ofurhetjumynd. Hann lék hinn óhuggulega Ghost Rider í tveimur myndum um andhetjuna, brá sér í hlutverk Big Daddy í myndinni Kick-Ass og kom fyrir sem svartklæddur Köngulóarmaður í Spider-Man: Into the Multiverse. Þá hefur hann einu sinni áður átt að leika Ofurmennið. Forfallinn safnari og lesandi teiknimyndasagna Nicolas Cage er forfallinn teiknimyndasögusafnari og átti um tíma eintak af einni verðmætustu teiknimyndasögu allra tíma, Action Comics nr. 1 frá 1938. Hún er sérstök fyrir þær sakir að hún var ein fyrsta teiknimyndasagan sem fjallaði um ofurhetju og kom Superman þar fyrir í fyrsta skipti. Cage seldi eintak sitt af Action Comics á rúmar tvær milljónir Bandaríkjadala árið 2011.Skjáskot Vegna gífurlegra fjárhagsvandræða neyddist Cage hins vegar til að selja eintak sitt árið 2011 og fékk þá tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir. Hann hefur viðurkennt það opinberlega að fjárhagsvandræðin hafi einnig haft mikil áhrif á hlutverkaval sitt undanfarin ár og peningar hafi verið úrslitaþátturinn í mörgum þeim rullum sem hann tók sér fyrir hendur. Aðdáun Cage á ofurhetjum hefur líka haft bein áhrif á líf hans. Hann tók upp leiklistarnafnið Cage, í stað hins þekkta Coppola-nafns, vegna aðdáunar á Marvel-persónunni Luke Cage. Sonur Cage heitir jafnframt Kal-El í höfuðið á Ofurmenninu sjálfu. Það var því draumur fyrir Cage þegar hann var ráðinn í hlutverk Ofurmennisins fyrir myndina Superman Lives árið 1998. Ekkert varð af emo ofurmenni Tim Burton sem var þá nýbúinn að leikstýra tveimur vinsælum myndum um leðurblökumanninn átti að leikstýra myndinni og Kevin Smith ætlaði að skrifa handritið. Ofurmennið átti þar að vera talsvert frábrugðinn hinni hefðbundnu ímynd hetjunnar. Á myndum úr gamalli myndatöku má sjá Cage með sítt svart hár í gotneskum Burton-stíl. Það hefði verið gaman að sjá Burton og Cage spreyta sig á Ofurmenninu.Skjáskot Hins vegar varð ekkert af myndinni og draumur Cage um að leika ofurhetjuna úti. Þar til núna í ár með myndinni The Flash. Hún kemur í kvikmyndahús í sumar og fjallar um það hvernig hinn hraðskreiði Barry Allen splundrar alheiminum þegar hann ætlar að bjarga móður sinni með því að ferðast aftur í tímann. Eftir tímaferðalagið festist Allen í öðrum raunveruleika og þarf að fá hjálp frá öðrum ofurhetjum, þvert á víddir og tíma. Þar koma inn hinar öldnu ofurhetjur Cage og Keaton. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. 16. ágúst 2022 07:04 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjórinn Andy Muschietti greindi frá smáhlutverki Cage í viðtali við Miðausturlanda-útgáfu Esquire nýverið. Þar sagði leikstjórinn að þrátt fyrir að hlutverk Cage hafi verið smávægilegt þá hafi leikarinn sökkt sér í rulluna. Muschietti sagðist sjálfur hafa dreymt um það allt sitt líf að vinna með Cage og hann vonaðist til að vinna aftur með honum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Cage leikur í ofurhetjumynd. Hann lék hinn óhuggulega Ghost Rider í tveimur myndum um andhetjuna, brá sér í hlutverk Big Daddy í myndinni Kick-Ass og kom fyrir sem svartklæddur Köngulóarmaður í Spider-Man: Into the Multiverse. Þá hefur hann einu sinni áður átt að leika Ofurmennið. Forfallinn safnari og lesandi teiknimyndasagna Nicolas Cage er forfallinn teiknimyndasögusafnari og átti um tíma eintak af einni verðmætustu teiknimyndasögu allra tíma, Action Comics nr. 1 frá 1938. Hún er sérstök fyrir þær sakir að hún var ein fyrsta teiknimyndasagan sem fjallaði um ofurhetju og kom Superman þar fyrir í fyrsta skipti. Cage seldi eintak sitt af Action Comics á rúmar tvær milljónir Bandaríkjadala árið 2011.Skjáskot Vegna gífurlegra fjárhagsvandræða neyddist Cage hins vegar til að selja eintak sitt árið 2011 og fékk þá tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir. Hann hefur viðurkennt það opinberlega að fjárhagsvandræðin hafi einnig haft mikil áhrif á hlutverkaval sitt undanfarin ár og peningar hafi verið úrslitaþátturinn í mörgum þeim rullum sem hann tók sér fyrir hendur. Aðdáun Cage á ofurhetjum hefur líka haft bein áhrif á líf hans. Hann tók upp leiklistarnafnið Cage, í stað hins þekkta Coppola-nafns, vegna aðdáunar á Marvel-persónunni Luke Cage. Sonur Cage heitir jafnframt Kal-El í höfuðið á Ofurmenninu sjálfu. Það var því draumur fyrir Cage þegar hann var ráðinn í hlutverk Ofurmennisins fyrir myndina Superman Lives árið 1998. Ekkert varð af emo ofurmenni Tim Burton sem var þá nýbúinn að leikstýra tveimur vinsælum myndum um leðurblökumanninn átti að leikstýra myndinni og Kevin Smith ætlaði að skrifa handritið. Ofurmennið átti þar að vera talsvert frábrugðinn hinni hefðbundnu ímynd hetjunnar. Á myndum úr gamalli myndatöku má sjá Cage með sítt svart hár í gotneskum Burton-stíl. Það hefði verið gaman að sjá Burton og Cage spreyta sig á Ofurmenninu.Skjáskot Hins vegar varð ekkert af myndinni og draumur Cage um að leika ofurhetjuna úti. Þar til núna í ár með myndinni The Flash. Hún kemur í kvikmyndahús í sumar og fjallar um það hvernig hinn hraðskreiði Barry Allen splundrar alheiminum þegar hann ætlar að bjarga móður sinni með því að ferðast aftur í tímann. Eftir tímaferðalagið festist Allen í öðrum raunveruleika og þarf að fá hjálp frá öðrum ofurhetjum, þvert á víddir og tíma. Þar koma inn hinar öldnu ofurhetjur Cage og Keaton.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. 16. ágúst 2022 07:04 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. 16. ágúst 2022 07:04