Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Bunny Wailer fallinn frá

Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Vegferð

Vegferð er sex þátta sería sem hefur göngu sína á Stöð 2 á páskadag, þann 4. apríl. Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með aðalhlutverk í þáttunum.

Lífið
Fréttamynd

Hætti við að syngja með Bubba af ótta um mis­skilning

Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku.

Tónlist
Fréttamynd

„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar

Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð.

Lífið
Fréttamynd

Hvar eru brýrnar á evru­seðlunum?

Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur.

Skoðun
Fréttamynd

Gústi B frumsýnir nýtt myndband

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans

Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti DJ Kötlu

Katla Ásgeirsdóttir þekkir einna best vísindin á bak við það að glæða dansgólf Reykjavíkur lífi. Beiðnin um að setja saman föstudagslagalista varð til þess að hún keypti Spotify áskrift, sem sonur hennar hafði suðað um í tvö ár. Eftir viku af ósætti við leitarvélina og lagaúrvalið féll dómurinn; „Spotify er alveg mestu vonbrigði ársins 2021 hingað til.“

Tónlist
Fréttamynd

Upplifir sig sem frumgerð eða sérvitring

Royal Gísalson sendi fyrir skömmu frá sér lagið Prototype en nú er komið út virkilega glæsilegt myndband við lagið. Það er enginn annar en pródúserinn Bomarz sem vinnur lagið með Royal og er útkoman sturluð.

Albumm
Fréttamynd

Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“

„Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar mættu á Hatrið

Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu.

Lífið
Fréttamynd

Má ég gista? Má ég sofa hjá þér?

Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus.

Tónlist
Fréttamynd

I Care a Lot: Sturluð amerísk siðblinda

Kvikmyndin I Care a Lot hefur nú verið tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún fjallar um Mörlu Grayson (Rosamund Pike) sem starfar sem umsjónaraðili fyrir fólk sem getur ekki hugsað um sig sjálft.

Gagnrýni