Skyndihjálpamaður ársins syngur eitt vinsælasta lag sumarsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2021 07:01 Sólveig Ásgeirsdóttir söngkona á eitt af vinsælustu lögum sumarsins. Aðsent Sumarsmellurinn Sumardans hefur farið mikinn á útvarpsstöðvum landsins undanfarnar vikur og situr meðal annars í tíunda sæti á vinsældarlista Bylgjunnar en listinn er gefinn út vikulega. Söngkonan í Poppvélinni sem sendi lagið frá sér á dögunum er Sólveig Ásgeirsdóttir. Sólveig er efnileg söngkona og ber einnig titilinn skyndihjálpamaður ársins 2020 eftir að hún bjargaði lífi vinkonu sinnar á síðasta ári. Sólveig er ung og lítið þekkt söngkona hér á landi. Hún hefur búið og sungið mikið erlendis undanfarin ár, nú síðast hjá Sunwing entertainment þar sem hún ferðaðist á milli Sunwing hótela við Miðjarðarhafið með söngflokki. Poppvélin með fleiri lög í smíðum „Örlygur Smári bauð mér í stúdíó til að prufa að syngja eftir að hafa heyrt í mér á starfsdegi í Origo þar sem við bæði vinnum. Eftir það hitti ég þá báða, Ögga og Valla, og þeir vildu fá mig með sér í hljómsveit og fyrsta lagið heppnaðist svona vel,“ segir Sólveig um hvernig samstarfið bar að. „Við erum með nokkur lög í smíðum núna svo það er von á nýju lagi seinna í sumar. Við erum svo að prufa okkur áfram með það hvernig við munum flytja tónlistina á sviði og verðum til dæmis á Hríseyjarhátíð á útisviðinu eftir tvær vikur,“ segir Sólveig. Hljómsveitin Poppvélin.Aðsent Hvetur alla til að fara á námskeið Sólveig var valin skyndihjálpamaður ársins fyrir að bjarga vinkonu sinni með snöggum viðbrögðum í erfiðum aðstæðum. „Súsanna Helgadóttir vinkona mín fór í skyndilegt hjartastopp í júlí í fyrra og ég var sem betur fer búin með nokkur skyndihjálpanámskeið og núbúin með upprifjunarnámskeið,“ segir Sólveig um ástæðu þess að hún var valin skyndihjálparmaður ársins. Eing og fjallað var um hér á Vísi, hneig Súsanna niður þegar þær vinkonurnar voru í miðju spjalli. Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu um kvöld þegar Sólveig var þar í heimsókn en tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var fljót að átta sig á að eitthvað alvarlegt amaði að vinkonu sinni og hringdi strax í 112. Á þessum tímapunkti var Súsanna ekki með púls, hætt að anda og orðin blá í framan. Með aðstoð neyðarvarðar 112 hóf Sólveig endurlífgun og hnoðaði Súsönnu og blés þangað til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Það kom í ljós að hún var með leyndan hjartagalla og fékk því bjargráð og dvaldi í tvær vikur á sjúkrahúsi. Sólveig Ásgeirsdóttir (t.v.) bjargaði lífi Súsönnu Helgadóttur (t.h.) í júlí síðastliðnum.Vísir/Sigurjón „Hún skyndilega missti meðvitund og ég hringdi strax á neyðarlínuna og neyðarlínustarfsmaður hjálpaði mér í gegnum endurlífgunina. Hún var svo flutt með skjúkrabíl og allt endaði sem betur fer vel. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa farið á þessi skyndihjálpanámskeið og vil hvetja alla til að fara á slík námsskeið og halda þekkingunni við,“ segir Sólveig um þessa reynslu sína. Lagið Sumardans má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans. 20. maí 2021 08:00 Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11. febrúar 2021 14:04 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Söngkonan í Poppvélinni sem sendi lagið frá sér á dögunum er Sólveig Ásgeirsdóttir. Sólveig er efnileg söngkona og ber einnig titilinn skyndihjálpamaður ársins 2020 eftir að hún bjargaði lífi vinkonu sinnar á síðasta ári. Sólveig er ung og lítið þekkt söngkona hér á landi. Hún hefur búið og sungið mikið erlendis undanfarin ár, nú síðast hjá Sunwing entertainment þar sem hún ferðaðist á milli Sunwing hótela við Miðjarðarhafið með söngflokki. Poppvélin með fleiri lög í smíðum „Örlygur Smári bauð mér í stúdíó til að prufa að syngja eftir að hafa heyrt í mér á starfsdegi í Origo þar sem við bæði vinnum. Eftir það hitti ég þá báða, Ögga og Valla, og þeir vildu fá mig með sér í hljómsveit og fyrsta lagið heppnaðist svona vel,“ segir Sólveig um hvernig samstarfið bar að. „Við erum með nokkur lög í smíðum núna svo það er von á nýju lagi seinna í sumar. Við erum svo að prufa okkur áfram með það hvernig við munum flytja tónlistina á sviði og verðum til dæmis á Hríseyjarhátíð á útisviðinu eftir tvær vikur,“ segir Sólveig. Hljómsveitin Poppvélin.Aðsent Hvetur alla til að fara á námskeið Sólveig var valin skyndihjálpamaður ársins fyrir að bjarga vinkonu sinni með snöggum viðbrögðum í erfiðum aðstæðum. „Súsanna Helgadóttir vinkona mín fór í skyndilegt hjartastopp í júlí í fyrra og ég var sem betur fer búin með nokkur skyndihjálpanámskeið og núbúin með upprifjunarnámskeið,“ segir Sólveig um ástæðu þess að hún var valin skyndihjálparmaður ársins. Eing og fjallað var um hér á Vísi, hneig Súsanna niður þegar þær vinkonurnar voru í miðju spjalli. Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu um kvöld þegar Sólveig var þar í heimsókn en tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var fljót að átta sig á að eitthvað alvarlegt amaði að vinkonu sinni og hringdi strax í 112. Á þessum tímapunkti var Súsanna ekki með púls, hætt að anda og orðin blá í framan. Með aðstoð neyðarvarðar 112 hóf Sólveig endurlífgun og hnoðaði Súsönnu og blés þangað til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Það kom í ljós að hún var með leyndan hjartagalla og fékk því bjargráð og dvaldi í tvær vikur á sjúkrahúsi. Sólveig Ásgeirsdóttir (t.v.) bjargaði lífi Súsönnu Helgadóttur (t.h.) í júlí síðastliðnum.Vísir/Sigurjón „Hún skyndilega missti meðvitund og ég hringdi strax á neyðarlínuna og neyðarlínustarfsmaður hjálpaði mér í gegnum endurlífgunina. Hún var svo flutt með skjúkrabíl og allt endaði sem betur fer vel. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa farið á þessi skyndihjálpanámskeið og vil hvetja alla til að fara á slík námsskeið og halda þekkingunni við,“ segir Sólveig um þessa reynslu sína. Lagið Sumardans má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans. 20. maí 2021 08:00 Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11. febrúar 2021 14:04 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans. 20. maí 2021 08:00
Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11. febrúar 2021 14:04