Leikari úr Friends er með krabbamein Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 19:30 James Micheal Tyler fór aftur bak við barborðið á Central Perk árið 2015. Jason Kempin/Getty Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. Í samtali við NBC, tilkynnti James að hann hefði greinst með krabbameinið árið 2018. Síðan þá hefur krabbameinið dreifst í bein leikarans og hann getur ekki gengið lengur. Krabbameinið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun þegar leikarinn var 56 ára gamall. Hann hvetur alla karlmenn til að láta rannsaka hvort þeir séu með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Það eru aðrir möguleikar í boði fyrir karlmenn ef krabbameinið greinist fyrr,“ sagði James í samtali við NBC. Leikarinn eygir ekki von um bata af krabbameininu. „Lokastigskrabbamein. Svo það nær mér, þú veist, á endanum.“ segir hann. Leikarinn gat ekki tekið þátt í nýja þættinum af Friends, sem kom út nú á dögunum, í eigin persónu. Hann kom þó fram í þættinum í gegn um fjarfundabúnað. Leikarinn sagði ekkert um krabbameinið í þættinum. Hann vildi ekki segja: „Ó, meðan ég man, Gunther er með krabbamein.“ Friends Hollywood Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Í samtali við NBC, tilkynnti James að hann hefði greinst með krabbameinið árið 2018. Síðan þá hefur krabbameinið dreifst í bein leikarans og hann getur ekki gengið lengur. Krabbameinið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun þegar leikarinn var 56 ára gamall. Hann hvetur alla karlmenn til að láta rannsaka hvort þeir séu með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Það eru aðrir möguleikar í boði fyrir karlmenn ef krabbameinið greinist fyrr,“ sagði James í samtali við NBC. Leikarinn eygir ekki von um bata af krabbameininu. „Lokastigskrabbamein. Svo það nær mér, þú veist, á endanum.“ segir hann. Leikarinn gat ekki tekið þátt í nýja þættinum af Friends, sem kom út nú á dögunum, í eigin persónu. Hann kom þó fram í þættinum í gegn um fjarfundabúnað. Leikarinn sagði ekkert um krabbameinið í þættinum. Hann vildi ekki segja: „Ó, meðan ég man, Gunther er með krabbamein.“
Friends Hollywood Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein