Tónlist

JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
JóiPé og Króli munu heimsækja fjórtán bæjarfélög í tónleikaferð sinni hringinn í kringum landið. 
JóiPé og Króli munu heimsækja fjórtán bæjarfélög í tónleikaferð sinni hringinn í kringum landið. 

Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið.

Tónleikaröðin ber nafnið ÚT UM ALLT og alls munu þeir heimsækja fjórtán bæjarfélög og halda fjórtán tónleika. Fyrsta stoppið verður í Keflavík þann 24. júní.

„Við erum auðvitað mjög spenntir en þetta er líka í fyrsta skipti sem við seljum inn á okkar eigin tónleika. Ég er viss um að langferðabílinn mun reynast okkur vel,“ segir Króli í samtali við Vísi.

Vona að það komi ekki annar skellur

Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir félagar gefið út einar fimm plötur á sex árum og kom nýjasta plata þeirra, Í miðjum kjarnorkuvetri, á síðasta ári.

„Það er auðvitað mjög gott að allt sé komið af aftur af stað en þetta gerist hægt og við krossum bara fingur að það komi ekki annar skellur,“ segir Króli aðspurður um hvernig tilfinningin sé að byrja að spila aftur ef svo langt hlé.

Lög JóaPé og Króla hafa náð miklum afar miklum vinsældum og slegið hvert metið á eftir öðru en bæði hafa þeir hlotið Hlustenda- og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlist sína. stemmningu, stuði og fjöri og vonast þeir til að sjá sem flesta.

„Við erum allavega mjög peppaðir í þetta og hlakkar mikið til. Tveir vinir okkar munu einnig koma með til að taka upp allt ferlið og svo verða framleiddir vefþættir til að sýna frá ferðalaginu.“

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast miða á TIX.

Allir spenntir fyrir tónleikaferðalagi í kringum landið. 

Hljómsveitina skipa ásamt JóaPé og Króla:

  • Hljómsveitarstjórn/Gítar: Hafsteinn Þráinsson
  • Bassi: Starri Snær ValdimarssonTrommur:
  • Ísak Emanúel Glad Róbertsson
  • Hljómborð/Trompet: Kári Hrafn Guðmundsson
  • Plötusnúður/Þeytisnælda/Munnharpa: Axel Magnús Kristjánsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.