Sjáðu sjö marka veislu Blikakvenna frá því í morgun Breiðablik komst örugglega inn í úrslitaleik um sæti í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu eftir 7-0 stórsigur á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í morgun. Fótbolti 18. ágúst 2021 11:41
Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Fótbolti 18. ágúst 2021 10:53
Koma mörgum á óvart með því hvaða leikmaður fær tíuna hjá Barcelona Það lítur út fyrir að það sé komin ný tía í lið Barcelona því spænska félagið hefur ákveðið að leyfa leikmanni að spila í treyjunni sem Lionel Messi hafði spilað svo lengi í. Fótbolti 18. ágúst 2021 08:30
Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Fótbolti 18. ágúst 2021 07:30
Markadrottningin afgreiddi Valskonur Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Fótbolti 17. ágúst 2021 13:55
Fanndís tók fjögurra mánaða dóttur sína með út í Evrópuleikina Fanndís Friðriksdóttir og félagar hennar í Valsliðinu spila við þýska liðið Hoffenheim i fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 17. ágúst 2021 10:46
Ancelotti sagður vilja fá Ronaldo aftur til Real Madrid Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er sagður opinn fyrir því fá Cristiano Ronaldo aftur til spænska liðsins en portúgalski framherjinn var frábær undir hans stjórn á sínum tíma. Fótbolti 17. ágúst 2021 08:12
Nóg af heimsklassa samherjum á stuttum fótboltaferli Achraf Hakimi Marokkóski bakvörðurinn Achraf Hakimi hefur spilað með mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims undanfarin ár. Fótbolti 16. ágúst 2021 14:01
Neitar því að hafa unnið að því að losna við Messi úr spænsku deildinni Forseti Real Madrid hafnar þeim ásökunum að hann hafi reynt að hjálpa til að koma Lionel Messi úr spænsku deildinni. Fótbolti 12. ágúst 2021 09:01
Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 12. ágúst 2021 07:01
Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin. Fótbolti 11. ágúst 2021 21:50
Messi áhrifin öskrandi á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins Fylgjendum á Instagram síðu Paris Saint Germain fjölgaði um 4,5 milljónir á einum sólarhring eftir að Lionel Messi skrifaði undir hjá franska félaginu. Fótbolti 11. ágúst 2021 13:45
Leonardo Bonucci: Samningur Messi hjá PSG hefur engin áhrif á framtíð Ronaldo Leonardo Bonucci, liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Juventus, hefur sína á skoðun á því hvort samningur Lionel Messi og Paris Saint Germain breyti einhverju varðandi framtíð Cristiano Ronaldo hjá ítalska félaginu. Fótbolti 11. ágúst 2021 10:30
Messi ánægður í París: Markmiðið er að halda áfram að vinna titla Lionel Messi hélt blaðamannafund í París í dag þar sem hann ræddi um komu sína til Frakklands og framhaldið sem leikmaður Paris Saint Germain. Fótbolti 11. ágúst 2021 09:45
Allir vilja treyju númer 30: Rosaleg röð fyrir utan PSG-búðina Það er óhætt að segja að það sé áhugi á vörum með Lionel Messi í verslun franska liðsins Paris Saint Germain. Fótbolti 11. ágúst 2021 08:30
Tíu leikmenn Malmö hentu Steven Gerrard og lærisveinum hans úr Meistaradeildinni Skoska liðið Rangers, undir stjórn Steven Gerrard, er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap á heimavelli gegn sænska liðinu Malmö FF. Svíarnir unnu fyrri leikinn einnig 2-1 og samanlögð úrslit því 4-2. Fótbolti 10. ágúst 2021 21:01
Rúnar Már og félagar úr leik í Meistaradeildinni Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í CFR Cluj frá Rúmeníu eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap á útivelli gegn svissneska liðinu Young Boys. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Rúmeníu og samanlögð úrslit því 4-2, svissneska liðinu í vil. Fótbolti 10. ágúst 2021 20:30
PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum. Fótbolti 10. ágúst 2021 11:31
Bauluðu á sinn eigin leikmann af því að þeir kenna honum um brottför Messi Barcelona er búið að vinna fyrsta titilinn án Lionel Messi en einn af þeim sem vann hann lét ekki sjá sig í verðlaunaafhendinguna. Fótbolti 10. ágúst 2021 08:31
Misstu fyrst Messi og svo Aguero þar til í nóvember Aðeins nokkrum dögum eftir að Barcelona tilkynnti að Lionel Messi yrði ekki lengur hjá félaginu þá kom annað áfall. Fótbolti 9. ágúst 2021 16:01
Ögmundur enn utan hóps og Sverrir Ingi sömuleiðis Hvorugur landsliðsmannana tveggja, Ögmundar Kristinssonar né Sverris Inga Ingasonar, voru í leikmannahópi sinna liða er þau kepptu í Evrópukeppnum karla í fótbolta í kvöld. Hvorugt liðanna fagnaði sigri. Fótbolti 3. ágúst 2021 20:56
Midtjylland þoldi stórtap án Mikaels Danska liðið Midtjylland tapaði 3-0 fyrir hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi danska liðsins vegna COVID-smits. Fótbolti 3. ágúst 2021 20:01
Sjáðu glæsilegt aukaspyrnumark Rúnars Más Rúnar Már Sigurjónsson skoraði stórglæsilegt mark í 2-0 sigri Cluj á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2021 23:00
Rúnar Már skoraði og lagði upp er Cluj fór áfram Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt og lagði upp annað er lið hans Cluj frá Rúmeníu fór áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kjölfar sigurs á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2021 19:30
Hljóp inn á völlinn og fékk eiginhandaráritun frá Haaland í miðjum leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland er framtíðarstórstjarna fótboltans þrátt fyrir ungan aldur. Það eru því margir sem vilja fá eiginhandaráritun frá kappanum en sumir ganga þó lengra en aðrir. Fótbolti 26. júlí 2021 11:30
„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“ „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti 22. júlí 2021 07:00
Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar. Fótbolti 21. júlí 2021 21:00
Jafntefli í fjörugum leik í Skotlandi Mikael Anderson og félagar hans í Midtjylland frá Danmörku gerðu góða ferð til Glasgow þar sem að Celtic tók á móti þeim i fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Fótbolti 20. júlí 2021 21:06
Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel „Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur. Fótbolti 16. júlí 2021 09:01
Valur mætir Alfons og norsku meisturunum Bodø/Glimt verða mótherjar Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en bæði lið duttu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og í gær. Fótbolti 14. júlí 2021 20:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti