Solskjær segir Ronaldo vera að gera allt sem hann geti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 16:01 Cristiano Ronaldo spilaði illa í síðasta leik en það er von á einhverju frá honum í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ef það eru einhverjir sem hafa fengið á sig meiri gagnrýni en aðrir eftir slæmt gengi Manchester United að undanförnu þá eru það knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær og súperstjarnan Cristiano Ronaldo. Ronaldo hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og Manchester United hefur aðeins náði í eitt stig samanlagt út úr þeim. Ronaldo fann sig engan veginn í síðasta leik á móti Leicester City sem tapaðist 4-2 um síðustu helgi. Eftir hann voru sumir að gagnrýna Ronaldo fyrir að vera ekki nógu duglegan í pressunni. Ole Gunnar Solskjær ræddi þetta á blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Atlanta í kvöld. Hann kom sínum manni til varnar. „Við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum og hver þeirra hefur mismunandi hlutverk og ábyrgð á ólíkum hlutum. Við setjum lið út á völlinn sem við trúum að muni færa okkur sigur í þeim leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við unnum ekki á móti Leicester og þá kemur alltaf gagnrýni. Cristiano er algjör toppleikmaður og við vitum hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er að gera allt sem hann getur til að hjálpa liðinu,“ sagði Solskjær. Sky Sports tók líka saman tölfræði um hlaup og spretti Ronaldo og þar kemur í ljós að hann er með svipaðar tölur og bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í hans stöðu. Ronaldo hleypur 9,3 kílómetra á hverjar níutíu mínútur og tekur 15,1 spretti á sama tíma. Ronaldo er að hlaupa næstum því jafnmikið og Mo Salah hjá Liverpool og meira en Romelu Lukaku hjá Chelsea. Hann er líka að taka fleiri spretti en Harry Kane hjá Tottenham og Lukaku. Það má sjá ummæli Solskjær og þessa tölfræði hér fyrir neðan. "He's doing everything he can do to help the team." Ole Gunnar Solskjaer defends Cristiano Ronaldo after the striker received criticism for "not running" pic.twitter.com/9LxCpHvN88— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2021 Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Ronaldo hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og Manchester United hefur aðeins náði í eitt stig samanlagt út úr þeim. Ronaldo fann sig engan veginn í síðasta leik á móti Leicester City sem tapaðist 4-2 um síðustu helgi. Eftir hann voru sumir að gagnrýna Ronaldo fyrir að vera ekki nógu duglegan í pressunni. Ole Gunnar Solskjær ræddi þetta á blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Atlanta í kvöld. Hann kom sínum manni til varnar. „Við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum og hver þeirra hefur mismunandi hlutverk og ábyrgð á ólíkum hlutum. Við setjum lið út á völlinn sem við trúum að muni færa okkur sigur í þeim leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við unnum ekki á móti Leicester og þá kemur alltaf gagnrýni. Cristiano er algjör toppleikmaður og við vitum hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er að gera allt sem hann getur til að hjálpa liðinu,“ sagði Solskjær. Sky Sports tók líka saman tölfræði um hlaup og spretti Ronaldo og þar kemur í ljós að hann er með svipaðar tölur og bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í hans stöðu. Ronaldo hleypur 9,3 kílómetra á hverjar níutíu mínútur og tekur 15,1 spretti á sama tíma. Ronaldo er að hlaupa næstum því jafnmikið og Mo Salah hjá Liverpool og meira en Romelu Lukaku hjá Chelsea. Hann er líka að taka fleiri spretti en Harry Kane hjá Tottenham og Lukaku. Það má sjá ummæli Solskjær og þessa tölfræði hér fyrir neðan. "He's doing everything he can do to help the team." Ole Gunnar Solskjaer defends Cristiano Ronaldo after the striker received criticism for "not running" pic.twitter.com/9LxCpHvN88— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2021 Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira