Simeone hunsaði Klopp eftir leik og strunsaði í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 09:31 Diego Simeone fagnar hér jöfnunarmarki Antoine Griezmann fyrir Atletico Madrid í gærkvöldi en Liverpool átti síðasta orðið og tryggði sér sigur í seinni hálfleik. Getty/David Ramos Peter Crouch og Joleon Lescott voru meðal þeirra sem gagnrýndu Diego Simeone fyrir framkomu sínu gagnvart Jürgen Klopp eftir tap Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira