Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Virki­lega skemmti­legur leikur til að enda á“

    Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum and­stæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“

    Stemningin er góð í her­búðum karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta sem hefur veg­ferð sína í Evrópu í dag á heima­velli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér króka­leiðir til þess að afla sér upp­lýsingar um and­stæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“

    Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola kveður eftir tvö ár

    Pep Guardiola vildi lítið tjá sig um framtíð sína eftir að hafa klárað að vinna þrennuna með Manchester City um helgina, með sigri gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pep sá fyrsti í sögunni

    Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester City Evrópumeistari 2023

    Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eig­andinn mætir loks á völlinn

    Sheikh Mansour, eigandi Englandsmeistara Manchester City, verður á vellinum þegar lið hans mætir Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eigandinn hefur ekki mætt á leik undanfarin 13 ár

    Fótbolti