Enski boltinn

Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United á morgun

Aron Guðmundsson skrifar
Arsenal FC v Manchester United - Premier League LONDON, ENGLAND - SEPTEMBER 03:  Antony of Manchester United during the Premier League match between Arsenal FC and Manchester United at Emirates Stadium on September 03, 2023 in London, England. (Photo by Shaun Botterill/Getty Images)
Arsenal FC v Manchester United - Premier League LONDON, ENGLAND - SEPTEMBER 03: Antony of Manchester United during the Premier League match between Arsenal FC and Manchester United at Emirates Stadium on September 03, 2023 in London, England. (Photo by Shaun Botterill/Getty Images)

Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United fyrir komandi leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu síðar á morgun.

Frá þessu greindi Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi í morgun. 

Antony sætir rannsókn bæði í heimalandinu og á Bretlandi vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur hafa stigið fram og sakað Antony um ofbeldi.

Manchester United hafði bannað leikmanninum að mæta til æfinga og spila með liðinu á meðan að rannsókn á hans máli stendur yfir en fyrir nýliðna helgi var greint frá því að Antony myndi snúa aftur til æfinga. 

Manchester United er í riðli með Galatasaray, FC Kaupmannahöfn og Bayern Munchen sem liðið tapaði fyrir í fyrstu umferð riðlakeppninnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×