Kane skoraði í markaveislu gegn United Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 21:01 Harry Kane skoraði úr vítaspyrnu fyrir Bayern Munchen í kvöld. Vísir/Getty Í Munchen tóku heimamenn í Bayern á móti lærisveinum Erik Ten Hag í Manchester United. Leroy Sane og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 í fyrri hálfleik en danski framherjinn Rasmus Hojlund minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Bayern fékk síðan vítaspyrnu þegar Christian Erikson fékk boltann í höndina af stuttu færi. Harður dómur en Harry Kane var sama um það og skoraði af feikna öryggi. Staðan orðin 3-1 fyrir Bayern. Harry Kane vs Man United: 1 goal 1 assist 4 chances created pic.twitter.com/4Qjl2w6Ikc— talkSPORT (@talkSPORT) September 20, 2023 Casemiro jafnaði metin með skondnu marki skömmu fyrir leikslok áður en varamaðurinn Mathys Tel innsiglaði sigur Bayern í uppbótartíma. Casemiro tókst reyndar að bæta við öðru marki sínu skömmu áður en flautað var til leiksloka og minnka muninn í 4-3. Það urðu lokatölur leiksins, markaveisla í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Í Munchen tóku heimamenn í Bayern á móti lærisveinum Erik Ten Hag í Manchester United. Leroy Sane og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 í fyrri hálfleik en danski framherjinn Rasmus Hojlund minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Bayern fékk síðan vítaspyrnu þegar Christian Erikson fékk boltann í höndina af stuttu færi. Harður dómur en Harry Kane var sama um það og skoraði af feikna öryggi. Staðan orðin 3-1 fyrir Bayern. Harry Kane vs Man United: 1 goal 1 assist 4 chances created pic.twitter.com/4Qjl2w6Ikc— talkSPORT (@talkSPORT) September 20, 2023 Casemiro jafnaði metin með skondnu marki skömmu fyrir leikslok áður en varamaðurinn Mathys Tel innsiglaði sigur Bayern í uppbótartíma. Casemiro tókst reyndar að bæta við öðru marki sínu skömmu áður en flautað var til leiksloka og minnka muninn í 4-3. Það urðu lokatölur leiksins, markaveisla í Þýskalandi.