Magnaður sigur í fyrsta heimaleiknum í tuttugu ár 4. október 2023 21:00 Stemmningin í Newcastle í kvöld var engu lík. Vísir/Getty Newcastle United vann frábæran sigur á PSG í fyrsta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni í tuttugu ár. Kylian Mbappe og félagar sáu aldrei til sólar í norðurhluta Englands í kvöld. Stemmningin á St. James Park í kvöld var frábær enda um að ræða fyrsta leik Newcastle á heimavelli síðan árið 2003. Og þeir hófu leikinn með látum. Miguel Almiron skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir skelfileg mistök Marquinhos í vörn PSG og varnarmaðurinn Dan Burn bætti öðru marki við með skalla á 39. mínútu. THAT IS ABSOLUTELY OUTRAGEOUS!!!!!!!!!!! pic.twitter.com/ygItsP78NN— Newcastle United FC (@NUFC) October 4, 2023 Bruno Guimares mátti síðan teljast heppinn að sleppa með gult spjald þegar hann sló í bakið á Manuel Ugarte þegar þeir voru að hlaupa upp völlinn undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik. Sean Longstaff kom Newcastle síðan í 3-0 snemma í síðari hálfleik en Lucas Hernandez minnkaði muninn fyrir PSG skömmu síðar. Fabian Schär átti þó síðasta orðið þegar hann innsiglaði 4-1 sigur Newcastle í uppbótartíma. Mögnuð frammistaða lærisveina Eddie Howe og liðið nú með fjögur stig í efsta sæti F-riðils. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Newcastle United vann frábæran sigur á PSG í fyrsta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni í tuttugu ár. Kylian Mbappe og félagar sáu aldrei til sólar í norðurhluta Englands í kvöld. Stemmningin á St. James Park í kvöld var frábær enda um að ræða fyrsta leik Newcastle á heimavelli síðan árið 2003. Og þeir hófu leikinn með látum. Miguel Almiron skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir skelfileg mistök Marquinhos í vörn PSG og varnarmaðurinn Dan Burn bætti öðru marki við með skalla á 39. mínútu. THAT IS ABSOLUTELY OUTRAGEOUS!!!!!!!!!!! pic.twitter.com/ygItsP78NN— Newcastle United FC (@NUFC) October 4, 2023 Bruno Guimares mátti síðan teljast heppinn að sleppa með gult spjald þegar hann sló í bakið á Manuel Ugarte þegar þeir voru að hlaupa upp völlinn undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik. Sean Longstaff kom Newcastle síðan í 3-0 snemma í síðari hálfleik en Lucas Hernandez minnkaði muninn fyrir PSG skömmu síðar. Fabian Schär átti þó síðasta orðið þegar hann innsiglaði 4-1 sigur Newcastle í uppbótartíma. Mögnuð frammistaða lærisveina Eddie Howe og liðið nú með fjögur stig í efsta sæti F-riðils.