Bein útsending: Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum? Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild HR, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis að þessu sinni þar sem fjallað er um áhrif EES-samningsins á íslenska loftslagslöggjöf. Innlent 18. maí 2021 11:30
Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Viðskipti erlent 13. maí 2021 08:52
Ótímabært að fagna árangri í loftslagsmálum - Loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar dugir ekki Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Skoðun 12. maí 2021 08:30
Bein útsending: Samál boðar sókn í loftslagsmálum Útflutningstekjur álvera á Íslandi námu 208 milljörðum í fyrra og þar af nam innlendur kostnaður 93 milljörðum, að því er fram kemur á ársfundi Samáls í dag. Viðskipti innlent 11. maí 2021 13:48
Fjallsárlón á meðal dýpstu stöðuvatna landsins Mælingar jarðvísindamanna á Fjallsárlóni á Breiðamerkursandi benda til þess að það sé um 130 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir líkur á því að jökullón sem stækka nú ört vegna hops jökla eigi eftir að verða enn dýpri þegar fram líða stundir. Innlent 9. maí 2021 09:01
Fyrir sterkara og loftslagsþolnara samfélag Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Skoðun 8. maí 2021 09:18
Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. Erlent 7. maí 2021 15:04
Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. Erlent 7. maí 2021 08:48
Stofna skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar Veðurstofu Íslands hefur verið falið að veita nýjum samstarfsvettvangi fagstofnana um loftsagsbreytingar og aðlögun að þeim forystu. Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á að styðja stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum og miðla gögnum, rannsóknum og þekkingu til að takast á við loftslagsbreytingar. Innlent 5. maí 2021 10:31
Ræða aðlögun að loftslagsbreytingum á ársfundi Veðurstofunnar Aðlögun að loftslagsbreytingum af völdum manna verður efst á baugi á ársfundi Veðurstofu Íslands sem fer fram nú í morgun. Til stendur að kynna fyrstu skrefin að því að styrkja brú á milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang stofnana og hagaðila undir forystu Veðurstofunnar. Innlent 5. maí 2021 08:43
Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Erlent 29. apríl 2021 21:27
Loftslagsbreytingar og vinnumarkaðurinn Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Skoðun 29. apríl 2021 10:31
Bein útsending: Umhverfisþing Umhverfisþing, það tólfta í röðinni, er haldið í dag milli 13 og 16. Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni eru náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið, en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. Innlent 27. apríl 2021 12:30
Nú þarf sjálfbærni í öllum rekstri Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Skoðun 27. apríl 2021 07:31
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. Innlent 26. apríl 2021 12:53
Lýsum yfir neyðarástandi Um þessar mundir sýnir BBC þáttaröðina A Year to Change the World sem fylgir ferðum hinnar hugrökku Gretu Thunberg í heilt ár. Thunberg ferðast um víðan völl á skútunni sinni og hittir stjórnmálamenn, fólk sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni og fólk sem berst með einhverjum hætti gegn aukinni mengun. Skoðun 26. apríl 2021 07:00
„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni. Innlent 25. apríl 2021 15:59
Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. Erlent 24. apríl 2021 15:19
Ísland í forystu Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Skoðun 24. apríl 2021 08:00
Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. Innlent 22. apríl 2021 21:22
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. Erlent 22. apríl 2021 18:41
Kórónukeisarinn og hvað svo? Gleðilegt sumar kæru vinir! Það er svo sannarlega gott að vita til þess að sumarið kemur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er vissulega áhugavert að heimsfaraldurinn skuli bera nafnið kórónuveiran. Skoðun 22. apríl 2021 12:30
Lag um mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa Í dag er alþjóðardagur Móður jarðar og þá er um allan heim m.a. fjallað um mengun jarðar sem er eitt mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa. Lífið 22. apríl 2021 11:00
Bein útsending: Kynning á náttúrulegri endastöð CO2 í Straumsvík Carbfix, sjálfstætt dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur sem leggur áherslu á kolefnisförgun, boðar til opins fundar klukkan 11 frá Grósku á Degi Jarðar þar sem boðuð er kynning á „umfangsmesta loftslagsverkefni Íslands“. Viðskipti innlent 22. apríl 2021 10:17
Gleðilegan dag jarðarinnar Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Skoðun 22. apríl 2021 09:01
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. Viðskipti innlent 22. apríl 2021 08:01
ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. Erlent 21. apríl 2021 10:46
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. Erlent 20. apríl 2021 14:05
Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian. Erlent 20. apríl 2021 07:04
Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. Innlent 18. apríl 2021 09:45