Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf. Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf.
Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira