„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. Dregin er upp dökk mynd af alvarlegum loftslagsbreytingum sem nú þegar eiga sér stað á jörðinni vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í nýrri skýrslu sérfræðingahóps Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Öfgar í veðurfari, eins og hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast takist ekki að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Nú eru taldar helmingslíkur á hlýnunin nái því snemma á næsta áratug. Guðmundur Ingi Guðbransson, umhverfisráðherra, segir skýrsluna grafalvarlega. „Ég tek undir ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að fundurinn í Glasgow skili árangi. Því ef við horfum á þetta núna að þá eru núverandi markmið sem ríki hafa sett sér með þeim hætti að við náum ekki þessum heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið og þess vegna verðum við að stíga stærri skref og hlaupa hraðar,“ segir Guðmundur Ingi. Grænlandsjökull. Bráðnun íss á landi er nú það sem hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Í skýrslunni er spáð meiri hækkun sjávarmáls á þessari öld en þeirri síðustu.Vísir/AFP Á aðildarríkjafundi Loftslagssamningsins í Glasgow í nóbember (COP26) verður farið yfir markmið ríkja tengd Parísarsamkomulaginu. „Vissulega finnst manni hlutir í alþjóðasamfélaginu oft gerast of hægt en ég held að við séum komin á þann punkt núna í loftslagsumræðunni að það er ekkert annað í boði en að stíga stærri skref og það er verkefnið fram undan. Það þýðir ekkert að gefast upp vegna þess að við getum enn komið loftslaginu og jörðinni til bjargar. Það eru alveg skýr skilaboð í þessari skýrslu líka,“ segir Guðmundur. Skýrslan er sögð vera „rauð aðvörun“ til mannkynsins og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er nánast í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun manna á gróðurhúsaloftegundum. Draga þurfi verulega úr henni eigi að koma í veg fyrir að hlýnunin verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins. „Það er lang stærsta verkefnið; hvort sem við horfum til brennslu á jarðefnaeldsneyti, kolum, oíu eða gasi. Eða að draga úr losun frá landnýtingu, þar sem hún er ósjálfbær. En það mun líka þurfa að koma til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þar sem við lögum samfélagið okkar að því að það eru að verða breytingar. En tíminn er að renna út og við hreinlega skuldum sjálfum okkur og framtíðarkynslóðum að koma í veg fyrir að þessar alvarlegu afleiðingar loftslagsbreytinga verði meira afgerandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samband hlýnunar og uppsafnaðrar losunar.IPCC Hann gerir ráð fyrir að loftslagsmálin verði eitt stóru mála komandi kosninga. „Að mínu mati hafði ríkt of mikill pólitískur doði í lofslagsmálum í of langan tíma þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við. Á stefnuskrána var sett kolefnishlutleysi árið 2040, 40% samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, sem nú er búið að auka upp í 55%. Það eru skref sem við höfum tekið á þessu kjörtímabili með nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við höfum stigið skref sem skipta miklu máli en að sama skapi finnst mér þessi skýrsla sýna að á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra og þurfum að stíga stærri skref.“ Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Dregin er upp dökk mynd af alvarlegum loftslagsbreytingum sem nú þegar eiga sér stað á jörðinni vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í nýrri skýrslu sérfræðingahóps Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Öfgar í veðurfari, eins og hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast takist ekki að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Nú eru taldar helmingslíkur á hlýnunin nái því snemma á næsta áratug. Guðmundur Ingi Guðbransson, umhverfisráðherra, segir skýrsluna grafalvarlega. „Ég tek undir ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að fundurinn í Glasgow skili árangi. Því ef við horfum á þetta núna að þá eru núverandi markmið sem ríki hafa sett sér með þeim hætti að við náum ekki þessum heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið og þess vegna verðum við að stíga stærri skref og hlaupa hraðar,“ segir Guðmundur Ingi. Grænlandsjökull. Bráðnun íss á landi er nú það sem hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Í skýrslunni er spáð meiri hækkun sjávarmáls á þessari öld en þeirri síðustu.Vísir/AFP Á aðildarríkjafundi Loftslagssamningsins í Glasgow í nóbember (COP26) verður farið yfir markmið ríkja tengd Parísarsamkomulaginu. „Vissulega finnst manni hlutir í alþjóðasamfélaginu oft gerast of hægt en ég held að við séum komin á þann punkt núna í loftslagsumræðunni að það er ekkert annað í boði en að stíga stærri skref og það er verkefnið fram undan. Það þýðir ekkert að gefast upp vegna þess að við getum enn komið loftslaginu og jörðinni til bjargar. Það eru alveg skýr skilaboð í þessari skýrslu líka,“ segir Guðmundur. Skýrslan er sögð vera „rauð aðvörun“ til mannkynsins og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er nánast í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun manna á gróðurhúsaloftegundum. Draga þurfi verulega úr henni eigi að koma í veg fyrir að hlýnunin verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins. „Það er lang stærsta verkefnið; hvort sem við horfum til brennslu á jarðefnaeldsneyti, kolum, oíu eða gasi. Eða að draga úr losun frá landnýtingu, þar sem hún er ósjálfbær. En það mun líka þurfa að koma til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þar sem við lögum samfélagið okkar að því að það eru að verða breytingar. En tíminn er að renna út og við hreinlega skuldum sjálfum okkur og framtíðarkynslóðum að koma í veg fyrir að þessar alvarlegu afleiðingar loftslagsbreytinga verði meira afgerandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samband hlýnunar og uppsafnaðrar losunar.IPCC Hann gerir ráð fyrir að loftslagsmálin verði eitt stóru mála komandi kosninga. „Að mínu mati hafði ríkt of mikill pólitískur doði í lofslagsmálum í of langan tíma þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við. Á stefnuskrána var sett kolefnishlutleysi árið 2040, 40% samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, sem nú er búið að auka upp í 55%. Það eru skref sem við höfum tekið á þessu kjörtímabili með nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við höfum stigið skref sem skipta miklu máli en að sama skapi finnst mér þessi skýrsla sýna að á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra og þurfum að stíga stærri skref.“
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent