Engar samgöngur eftir áratug? Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar