Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands

Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Innherji
Fréttamynd

Gætu ráðstafað kolefnissköttum til tekjulágra til að draga úr ójöfnuði

Íslensk stjórnvöld gætu stuðlað að réttlátum umskiptum í loftslagsmálum með því að ráðstafa skatttekjum af kolefnislosun til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu, að mati Loftslagsráðs. Ólíkt öðrum Evrópuríkjum hefur Ísland enga stefnu um að láta tekjur renna til loftslagstengdra verkefna. Ráðið telur að auka þurfi gagnsæi og tengja loftslagsmál skýrar við áætlanagerð opinberra fjármála.

Innlent
Fréttamynd

Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu

Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis.

Erlent
Fréttamynd

„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“

Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun hefur föngun kol­tví­sýrings

Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld

Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana.

Erlent
Fréttamynd

Betra sé að bjarga hvölum en planta trjám

Stórir hvalir taka til sín um það bil 33 tonn kolefnis hver yfir ævina á meðan hvert tré getur ekki tekið til sín meira en 48 pund af kolefni á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Erlent
Fréttamynd

Forn borg fannst í Írak vegna mikilla þurrka

Forn borg í Írak hefur litið dagsins ljós vegna mikilla þurrka en borgin er sögð vera 3.400 ára gömul. Borgin er talin vera bronsaldarborgin Zakhiku, borgin fór á kaf eftir að stjórnvöld í Írak byggðu Mosul stífluna á níunda áratugi tuttugustu aldar og hefur varla sést síðan.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu

Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega.

Erlent
Fréttamynd

Segir Ís­­lendinga hlut­falls­lega heims­meistara í steypunotkun

Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð.

Innlent
Fréttamynd

Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi

Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmalaus flóð í Yellowstone

Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á grænþvotti víða í fjárfestingarkeðjunni

Húsleitin hjá þýska eignastýringarfyrirtækinu DWS kemur í kjölfar þess að eftirlitsaðilar hafa verið að beina sjónum sínum að hættunni á grænþvotti í fjármálageiranum. Áhugi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í farveg sem byggir á sjálfbærniþáttum hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum og er geirinn nú metinn á um 40 billjónir Bandaríkjadala.

Umræðan
Fréttamynd

Viltu með mér vaka?

Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera.

Skoðun
Fréttamynd

ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt

Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með.

Erlent