Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 17:52 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Vilhelm Gunnarsson Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Í texta á samráðsgátt stjórnvalda, sem birtist í gær um áformað lagafrumvarp um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, segir meðal annars: „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, svo sem aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.“ Vegagerðin lagði samskonar sjónarmið fram í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar; að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar myndi draga úr útblæstri. Sagði Vegagerðin að veglínur þvert yfir fjörðinn kæmu til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar styttu núverandi vegalengdir. Vegagerðin kynnti veglínur þvert yfir Vatnsfjörð á móts við Flókalund í umhverfismati fyrir tveimur árum.Grafík/Vegagerðin. Þessu svaraði Skipulagsstofnun: „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ sagði í áliti Skipulagsstofnunar, sem þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats, rituðu undir. Loftslagsmál Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í texta á samráðsgátt stjórnvalda, sem birtist í gær um áformað lagafrumvarp um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, segir meðal annars: „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, svo sem aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.“ Vegagerðin lagði samskonar sjónarmið fram í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar; að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar myndi draga úr útblæstri. Sagði Vegagerðin að veglínur þvert yfir fjörðinn kæmu til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar styttu núverandi vegalengdir. Vegagerðin kynnti veglínur þvert yfir Vatnsfjörð á móts við Flókalund í umhverfismati fyrir tveimur árum.Grafík/Vegagerðin. Þessu svaraði Skipulagsstofnun: „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ sagði í áliti Skipulagsstofnunar, sem þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats, rituðu undir.
Loftslagsmál Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16