Innlent

Lof­ts­lags­mál, leik­skóla­r, fíkniefni og for­manns­fram­boð Krist­rúnar Frosta­dóttur í Sprengi­sandi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Á Sprengisandi í dag verður rætt um „neyðarástand“ í loftslagsmálum, stefnu yfirvalda í fíkniefnamálum, loforð í leikskólamálum og framboð Kristrúnar Frostadóttur til formanns Samfylkingarinnar.

Kristján Kristjánsson heldur utan um umræðurnar á Sprengisandi sem hefjast klukkan tíu í beinni á Bylgjunni og í mynd á Stöð 2 Vísi. Hér fyrir neðan spilarann má lesa nánar um dagskrána.

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, ætla að rökræða hugtakið „neyðarástand“ í loftslagsmálum. Sagt er að forsætisráðherrann hafi svikist um að lýsa yfir slíku ástandi, er þetta eitthvað annað og meira en orðaleppur?

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður hefur um margra ára skeið talað fyrir gjörbreyttri stefnu hins opinbera í fíkniefnamálum. Nú, eftir að upptæk voru gerð 100 kíló af kókaíni í vikunni, en um leið sagt að það breyti litlu sem engu, hlýtur spurningin um aðra nálgun að vera knýjandi. Jón svarar fyrir skoðanir sínar.

Kristrún Frostadóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni, til þess að verða leiðtogi jafnaðarmanna á Íslandi. Hún vill aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar en hver er hann og hverju á hann að skila.

Borgarfulltrúarnir Skúli Helgason og Hildur Björnsdóttir ræða leikskólmálin, loforð sem ekki standast og vonbrigði foreldra með stöðuna í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×