Leikjavísir

Leikjavísir

Playstation, Nintendo, Xbox, PC og snjalltæki. GameTíví, íslenski leikjabransinn, fréttir að utan, gagnrýni og almennt fjör.

Fréttamynd

Ný Xbox leikjatölva kynnt á næsta ári

Nýjasta leikjatölva Microsoft verður að öllum líkindum opinberuð haustið 2013. Talið er að grafík leikjatölvunnar verði 6 sinnum öflugri en núverandi geta Xbox 360 tölvunnar.

Erlent
Fréttamynd

Apple og Sony á lista yfir verstu tæknimistök 2011

Það má segja að tækniiðnaðurinn hafi blómstrað á árinu 2011. En þrátt fyrir miklar framfarir í snjallsímatækni er ljóst að mörg feilspor voru tekin. Vefsíðan Engadget hefur tekið saman það helsta sem fór úrskeiðis hjá tæknifyrirtækjum á árinu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Playstation Vita vinsæl en þó gölluð

Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir leikjatölvunnar Playstation Vita hafa notendur hennar lýst yfir vonbrigðum með snertiskjá tölvunnar. Playstation Vita fór í sölu um helgina og er hefur nú þegar selst í rúmlega 300.000 eintökum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fengu verðlaun fyrir tölvuleikinn Relocator

Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“

Leikjavísir
Fréttamynd

Tölvuþrjótar ráðast á Steam

Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve.

Leikjavísir
Fréttamynd

Íslenskur fótboltaleikur í farsímann

"Þessi leikur hefur verið til í mörg ár, hefur verið spilaður í fjörutíu manna hópi. En það er fyrst núna að við ætlum að koma með hann fram í dagsljósið enda teljum við okkur þekkja vel það sem drífur þátttakendur áfram,“ segir Sigurður Jónsson, tölvufræðingur og framkvæmdarstjóri tölvufyrirtækisins Digon Games.

Leikjavísir
Fréttamynd

CCP segir upp 20 prósent starfsmanna

Íslenska fyrirtækið CCP, sem framleiðir meðal annars tölvuleikinn Eve Online sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim, hefur ákveðið að segja upp tuttugu prósent starfsmanna en um 600 starfa hjá fyrirtækinu núna. Þrjátíu og fjórum verður sagt upp í Reykjavík, flestir þeirra Íslendingar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nýr tölvuleikur Plain Vanilla seldur hjá Apple

Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kepptu í fótbolta-Angry Birds

Tölvuleikurinn Angry Birds er einn sá vinsælasti í heimi í dag en tveir háskólanemar í Bandaríkjunum ákváðu að slá til og keppa í heimatilbúnni fótboltaútgáfu af leiknum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ikea opnar sérstakt karlaland

Ikea í Melbourne í Ástralíu ætlar að taka upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á sérstakt karlaland í verslun sinni. Þessi hluti verslunarinnar verður, eðli málsins samkvæmt, einungis opinn körlum. Hugmyndin er sú að þetta verði nokkurs konar athvarf fyrir karlmenn þar sem þeir geti borðað ókeypis pylsur, horft á íþróttir og spilað Xbox tölvuleiki á meðan betri helmingurinn skoðar húsgögn og annað þarfaþing fyrir heimilið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reiðir fuglar eru 140 milljarða virði

Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stálu upplýsingum um 1,3 milljónir viðskiptavina

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi japanska tölvuleikjaframleiðandans Sega um helgina og stálu þaðan persónuupplýsingum um 1,3 milljónir viðskiptavina fyrirtækisins. Um er að ræða nöfn, fæðingardaga, netföng og lykilorð viðskiptavinanna.

Leikjavísir
Fréttamynd

CCP gefur út Playstation leik hjá Sony

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti í nótt að fyrirtækið væri komið í samstarf við tölvuleikjarisann Sony um útgáfu tölvuleiks á Playstation 3 leikjatölvuna. Talsmaður fyrirtækisins segir að leikurinn verði byltingarkenndur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Blómin sem uxu inni í stofu

Tölvuleikjakynslóðin er líklega með fyrirlitnustu kynslóðum síðari tíma (ef frá er talin klámkynslóðin en böðlar hennar virðast líka enn vera í undirbúningsvinnu hvernig leiða skuli hana á höggstokkinn). Litlu skítugu tölvuleikjabörnin með hrákadall á gólfinu eru hins vegar uppvaxin og orðin að stórum tölvuleikjabörnum því barnið í manni er einmitt það sem aldrei hverfur spili maður tölvuleiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Íslensk kort ekki verið misnotuð

Ekkert bendir enn til þess að íslensk greiðslukort hafi verið misnotuð eftir að persónuupplýsingum um Playstation 3 notendur sem keypt hafa vörur í gegnum netverslun var stolið í gegnum vef Sony. Alls eru um 77 milljónir notenda skráðar en ekki hefur verið upplýst hvort þjófnaðurinn náði til þeirra allra eða aðeins hluta.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna

"Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó.

Leikjavísir
Fréttamynd

Mike Tyson berst gegn Angry Birds-fíkn

Leikurinn Angry Birds er eitt heitasta málið í tölvubransanum um þessar mundir. Hann er gerður af finnska fyrirtækinu Rovio Mobile, sem hyggur á mikla landvinninga með leiknum og vörum honum tengdum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vilja banna tölvuleik byggðan á blóðugustu borg veraldar

Mexíkósk yfirvöld reyna nú að fá lögbann á tölvuleik sem byggir á átökum í einni blóðugustu borg veraldar; Ciudad Juarez sem er í Chihuahua fylkinu í Mexíkó. Leikurinn, sem heitir "Call of Juarez: The Cartel“ og er framleiddur fyrir Xbox 360 tölvur mun vera gríðarlega ofbeldisfullur en markmið leiksins er að borgarar taki lögin í sínar hendur.

Erlent
Fréttamynd

Nýjustu Nintendo tölvunni stolið úr verksmiðjunni

Nýjustu leikjatölvunni frá Nintendo, 3DS var nýverið stolið frá verksmiðju í Kína. Enn á eftir að gefa það út hvenær tölvan kemur á markað og hvað hún mun kosta en hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þjófurinn var snöggur að gera myndband þar sem græjan er sýnd en myndbandinu var snarlega kippt út af YouTube.

Leikjavísir
Fréttamynd

Lífstíðarfangelsi fyrir að bana 15 mánaða gömlu barni

Gary Alcock, 28 ára gamall breskur karlmaður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt fimmtán mánaða gamla dóttur kærustu sinnar. Árásin er rakin til þess að grátur barnsins truflaði Alcock á meðan að hann var að leika sér í Xbox leikjatölvu.

Erlent
Fréttamynd

Fimbulfamb í nýrri útgáfu

Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntanleg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spilið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undirritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi.

Leikjavísir