CCP kynnir nöturlegan heim World of Darkness Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. apríl 2013 21:35 Það eru ekki aðeins tölvuleikirnir DUST 514 og EVE Online sem skipa heiðursess á Fanfest, árlegri hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP. Fyrirtækið nýtti tækifærið í dag til að fara yfir nýjustu tíðindi af þróun vampíruleiksins World of Darkness. Leiksvið þessa einstaka fjölspilunarleiks er dimm og nöturleg stórborg í gotneskum stíl. Vampírur ganga þar lausar. Þær freista þess að fela tilvist sína, samhliða því að herja á slagæðar borgarbúa. Innbyrðis átök mismunandi hópa vampíra og blóðug barátta fyrir yfirráðum borgarhluta drífa söguþráðinn áfram. Chris McDonough, framleiðandi World of Darkness, steig á svið í Kaldalóni í Hörpu í morgun og fór yfir helstu tíðindi úr herbúðum CCP. Reynir Harðarson, listrænn stjórnandi leiksins, svaraði síðan spurningum úr sal, sem var þéttsetinn. Chris og Reynir tilkynntu að það væri keppikefli CCP að nýta samskiptamiðla í World of Darkness. „Spilarar munu ávallt geta nálgast leikinn,“ sagði Chris. „Sama hvort að það er í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða borðtölvu.“Fanfest 2013 fer fram í Hörpu um helgina.MYND/CCPJafnframt hefur fyrirtækið lagt gríðarlegu áherslu á þróun leikjavélarinnar sem knýr World of Darkness. Síðustu mánuði hafa um 70 manns unnið að því að þróa hugbúnað til að teikna, lita og lýsa umhverfi leiksins. Það fór síðan kliður um salinn þegar Chris skipaði hátíðargestum að slökkva á farsímum og öðrum raftækjum. „Núna fáið þið að sjá World of Darkness,“ sagði Chris og fyrirskipaði síðan starfsmönnum CCP að ganga úr skugga um að enginn væri með snjallsíma á lofti. Veröld World of Darkness er sannarlega tilkomumikil. Í myndbandinu mátti sjá ófrýnilegt vampírukvendi liðast milli skýjakljúfa, í skjóli nætur og í leit að næstu bráð. Í fjarska mátti sjá hópa af blóðsugum stökkva milli háhýsa og hrifsa til sín grunlausa borgarbúa. Chris ítrekaði að myndbandið væri aðeins sýnishorn af því sem hefur átt sér stað í þróun leiksins og væri aðeins ætlað gestum á Fanfest. Aðspurður hvenær World of Darkness væri væntanlegur sagði Reynir að framleiðslan væri enn stutt á veg komin. Útilokað er að leikurinn verði tilbúin á næsta ári, mögulega 2015.Hér fyrir ofan má sjá myndskeið sem CCP birti á síðasta ári en þar andrúmsloft World of Darkness kynnt. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það eru ekki aðeins tölvuleikirnir DUST 514 og EVE Online sem skipa heiðursess á Fanfest, árlegri hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP. Fyrirtækið nýtti tækifærið í dag til að fara yfir nýjustu tíðindi af þróun vampíruleiksins World of Darkness. Leiksvið þessa einstaka fjölspilunarleiks er dimm og nöturleg stórborg í gotneskum stíl. Vampírur ganga þar lausar. Þær freista þess að fela tilvist sína, samhliða því að herja á slagæðar borgarbúa. Innbyrðis átök mismunandi hópa vampíra og blóðug barátta fyrir yfirráðum borgarhluta drífa söguþráðinn áfram. Chris McDonough, framleiðandi World of Darkness, steig á svið í Kaldalóni í Hörpu í morgun og fór yfir helstu tíðindi úr herbúðum CCP. Reynir Harðarson, listrænn stjórnandi leiksins, svaraði síðan spurningum úr sal, sem var þéttsetinn. Chris og Reynir tilkynntu að það væri keppikefli CCP að nýta samskiptamiðla í World of Darkness. „Spilarar munu ávallt geta nálgast leikinn,“ sagði Chris. „Sama hvort að það er í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða borðtölvu.“Fanfest 2013 fer fram í Hörpu um helgina.MYND/CCPJafnframt hefur fyrirtækið lagt gríðarlegu áherslu á þróun leikjavélarinnar sem knýr World of Darkness. Síðustu mánuði hafa um 70 manns unnið að því að þróa hugbúnað til að teikna, lita og lýsa umhverfi leiksins. Það fór síðan kliður um salinn þegar Chris skipaði hátíðargestum að slökkva á farsímum og öðrum raftækjum. „Núna fáið þið að sjá World of Darkness,“ sagði Chris og fyrirskipaði síðan starfsmönnum CCP að ganga úr skugga um að enginn væri með snjallsíma á lofti. Veröld World of Darkness er sannarlega tilkomumikil. Í myndbandinu mátti sjá ófrýnilegt vampírukvendi liðast milli skýjakljúfa, í skjóli nætur og í leit að næstu bráð. Í fjarska mátti sjá hópa af blóðsugum stökkva milli háhýsa og hrifsa til sín grunlausa borgarbúa. Chris ítrekaði að myndbandið væri aðeins sýnishorn af því sem hefur átt sér stað í þróun leiksins og væri aðeins ætlað gestum á Fanfest. Aðspurður hvenær World of Darkness væri væntanlegur sagði Reynir að framleiðslan væri enn stutt á veg komin. Útilokað er að leikurinn verði tilbúin á næsta ári, mögulega 2015.Hér fyrir ofan má sjá myndskeið sem CCP birti á síðasta ári en þar andrúmsloft World of Darkness kynnt.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira