Clippers sparar sér meira en þrettán milljarða með að láta einn leikmann fara NBA félagið Los Angeles Clippers lét bakvörðinn Eric Gordon fara í gær en þetta var sannkölluð sparnaðaraðgerð. Körfubolti 29. júní 2023 10:31
Völdu Þorvald Orra í nýliðavalinu Þorvaldur Orri Árnason verður leikmaður Cleveland Charge í þróunardeild NBA á næsta tímabili. Félagið valdi Þorvald Orra í nýliðavali alþjóðlegra leikmanna í dag. Körfubolti 28. júní 2023 22:00
Ævintýri Isabellu halda áfram á erlendri grundu Íslenska körfuknattleikskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir spilar ekki áfram í Subway deild kvenna næsta vetur því hún hefur samið við lið í Króatíu. Körfubolti 28. júní 2023 15:00
Tveir sigrar gegn Norðmönnum í dag U-20 ára landslið kvenna og U-18 ára lið karla unnu í dag tvo sigra á Noregi á Norðurlandamótinu sem fram fer í Södertälje í Svíþjóð. Körfubolti 27. júní 2023 17:29
Dennis Rodman með sláandi yfirlýsingu um Larry Bird Larry Bird er í margra augum besti hvíti leikmaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni í körfubolta frá upphafi og Bird er jafnan í hópi þeirra bestu sem hafa spilað í deildinni. Körfubolti 27. júní 2023 14:30
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. Körfubolti 27. júní 2023 14:01
Hlynur getur náð fjögurhundruðasta leiknum næsta vetur Hlynur Bæringsson hefur nú staðfest það að hann ætlar að spila með Stjörnunni í Subway deildinni á næsta tímabili. Körfubolti 27. júní 2023 13:30
Atlanta Hawks skipta John Collins til Utah Jazz fyrir hinn 36 ára Rudy Gay Atlanta Hawks og Utah Jazz hafa komist að samkomulagi um að skipta á þeim John Collins og Rudy Gay. Við fyrstu sýn virðist vera um ójöfn skipti að ræða en Hawks virðast fyrst og fremst vera að losa sig við há laun Collins. Körfubolti 26. júní 2023 23:01
Valinn fyrstur í nýliðavali NBA en hitti ekki neitt Spennan í kringum komu Victor Wembanyama í NBA deildina í körfubolta er nánast svipuð eins og þegar LeBron James mætti fyrir tuttugu árum. Þessi nítján ára Frakki þykir einstakur leikmaður, 219 sentímetra strákur með knattrak og skottækni bakvarðar. Körfubolti 26. júní 2023 16:46
Belgar brutu blað í sögunni Belgía varð í kvöld Evrópumeistari í körfubolta kvenna í fyrsta skipti í sögunni en belgíska liðið bar sigurorð af Spáni eftir jafnan og spennandi úrslitaleik í Ljublijana í Slóveníu. Körfubolti 25. júní 2023 20:11
Belgar í úrslit í fyrsta skiptið í sögunni Spánverjar og Belgar leika til úrslita á Evrópumeistaramóti kvenna í körfubolta. Undanúrslitin fóru fram í dag með leik Spánar gegn Ungverjum og Belga gegn Frökkum. Körfubolti 24. júní 2023 21:10
Meiðslahelvíti Lonzo Ball ætlar engan endi að taka Chicago Bulls hefur gefið út að það reikni ekki með að leikstjórnandinn Lonzo Ball geti spilað með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 24. júní 2023 10:15
Fjárfestingasjóður ríkistjórnar Katar kaupir hlut í þremur íþróttaliðum frá Washington Fjárfestingasjóður á vegum ríkisstjórnar Katar hefur keypt rúmlega fimm prósent hlut í þremur íþróttaliðum Washington-borgar í Bandaríkjunum. Er þetta talið vera í fyrsta sinn sem Katar fjárfestir í bandarískum íþróttaliðum. Körfubolti 23. júní 2023 23:31
Hannes nýr varaforseti FIBA Europe Hannes S. Jónsson, framkvæmdarstjóri KKÍ var í dag skipaður í embætti varaforseta FIBA Europe. Körfubolti 23. júní 2023 14:40
Wembanyama valinn fyrstur í nýliðavali NBA San Antonio Spurs nýtti fyrsta valrétt nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta til að krækja í franska ungstirnið Victor Wembanyama í nótt. Þar með varð verst geymda leyndarmál íþróttana staðfest. Körfubolti 23. júní 2023 08:31
Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Körfubolti 22. júní 2023 22:16
Chris Paul verður samherji Steph Curry hjá Warriors Chris Paul er við það að ganga til liðs við Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik og verður þar með samherji Steph Curry. Körfubolti 22. júní 2023 20:58
Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Körfubolti 22. júní 2023 16:01
Breytingar í Boston: Porziņģis inn en Smart út Boston Celtics, Washington Wizards og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta hafa samþykkt þriggja liða leikmannaskipti sem senda Kristaps Porziņģis til Boston, Marcus Smart til Memphis og Tyus Jones til Washington. Körfubolti 22. júní 2023 15:00
Bjóða körfurnar velkomnar heim Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann. Körfubolti 22. júní 2023 14:33
Jakob fær það verkefni að reisa við fallið stórveldi: „Er hrikalega spenntur“ Jakob Örn Sigurðarson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta sem gengur nú í gegnum krefjandi tíma. Jakob er uppalinn KR-ingur og var sem leikmaður afar sigursæll. Hann fær nú það hlutverk að koma KR aftur á topp íslensks körfubolta. Körfubolti 22. júní 2023 07:01
Í fyrsta sinn sem konur stýra félagi sem aðalþjálfari og framkvæmdastjóri Stockton Kings braut blað í sögu félagsins sem og G-deildarinnar í körfubolta þegar liðið réð Lindsey Harding sem aðalþjálfara og Anjali Ranadivé sem framkvæmdastjóra. Körfubolti 21. júní 2023 14:30
Barca spænskur meistari í körfubolta Barca er spænskur meistari í körfuknattleik eftir sigur í þriðja leik liðsins gegn Real Madrid í kvöld. Barca vann alla leiki einvígisins og tryggði sér titilinn örugglega. Körfubolti 20. júní 2023 20:54
Breiðablik nælir í þjálfara kvennaliðsins og leikmann karlaliðsins í einum pakka Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins í Suway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hann mun einnig leik með karlaliðinu. Körfubolti 20. júní 2023 11:01
Hótar að birta kynlífsmyndband af sér og Zion Moriah Mills, klámstjarnan fyrrverandi sem vinnur í dag við taka upp Only Fans-myndbönd, hefur hótað að birta klámmyndband af sér og körfuboltamanninum Zion Williamson. Mills komst í fréttirnar eftir að Zion og kærasta hans tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Körfubolti 20. júní 2023 09:30
Frétti að hann væri á leið í annað lið í gegnum SMS frá syni sínum Körfuboltamaðurinn Chris Paul frétti að búið væri að skipta honum frá Phoenix Suns til Washington Wizards í gegnum SMS frá 14 ára syni sínum síðastliðinn sunnudag. Körfubolti 20. júní 2023 08:31
Draymond Green freistar gæfunnar samningslaus Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors og fjórfaldur meistari með liðinu, hefur ákveðið að afþakka ársframlengingu á samningi sínum. Það þarf þó ekki að þýða að hann sé á leið í annað lið. Körfubolti 20. júní 2023 07:00
Fullyrðir að Zion Willamson verði kominn í nýtt lið á fimmtudaginn Töluvert hefur verið hvíslað um möguleg félagskipti Zion Williamson, leikmanns New Orleans Pelicans, síðustu daga og nú hefur íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons bætt olíu á þann eld en hann segir að Williamson verði ekki leikmaður Pelicans þegar nýliðavalið fer fram á fimmtudag. Körfubolti 19. júní 2023 23:01
Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Innlent 19. júní 2023 15:16
Beal til liðs við Durant og Booker | Hvað verður um Chris Paul? Fyrstu stóru félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld. Þá var staðfest að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Körfubolti 19. júní 2023 08:30