„Hann þarf bara að þora að vera Tóti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Það kveikti í Þóri Þorbjarnarsyni að missa sætið í byrjunarliði Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Þórir Þorbjarnarson var settur á bekkinn hjá Tindastól í síðasta leik en hann kom sterkur inn í seinni hálfleiknum og bjargaði öðrum fremur leiknum á móti Breiðabliki. Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum