HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:16 Íslenska karlalandsliðið endaði í 10. sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland segir frá úthlutuninni á heimasíðu sinni. Handknattleikssamband Íslands fær langmest af íþróttasamböndunum eða meira en 84,8 milljónir króna. HSÍ var með bæði A-landslið sín á stórmótum á síðasta ári og þau eiga bæði góða möguleika á að endurtaka leikinn í gær. Styrkurinn til HSÍ er meira en 35 milljónum meira en Fimleikasamband Íslands sem fær næst mest eða 49,5 milljónir króna. Sundsamband Íslands er síðan í þriðja sæti með 39,8 milljónir, Frjálsíþróttasambandið fær 37,9 milljónir, Körfuknattleikssambandið fær 33,9 milljónir og Skíðasambandið fær 33,7 milljónir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 milljónir króna en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Knattspyrnusamband Íslands er ekki eitt af þessum samböndum. Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári. Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Í reglugerðinni kemur fram að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ skal árlega flokka sérsambönd í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambandsins, hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga. Flokkun sérsambanda í afreksflokka og tillögur um úthlutanir skulu lagðar fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til endanlegrar staðfestingar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkveitingarnar skiptast í ár. HSÍ ÍSÍ Sund Körfubolti Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland segir frá úthlutuninni á heimasíðu sinni. Handknattleikssamband Íslands fær langmest af íþróttasamböndunum eða meira en 84,8 milljónir króna. HSÍ var með bæði A-landslið sín á stórmótum á síðasta ári og þau eiga bæði góða möguleika á að endurtaka leikinn í gær. Styrkurinn til HSÍ er meira en 35 milljónum meira en Fimleikasamband Íslands sem fær næst mest eða 49,5 milljónir króna. Sundsamband Íslands er síðan í þriðja sæti með 39,8 milljónir, Frjálsíþróttasambandið fær 37,9 milljónir, Körfuknattleikssambandið fær 33,9 milljónir og Skíðasambandið fær 33,7 milljónir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 milljónir króna en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Knattspyrnusamband Íslands er ekki eitt af þessum samböndum. Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári. Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Í reglugerðinni kemur fram að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ skal árlega flokka sérsambönd í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambandsins, hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga. Flokkun sérsambanda í afreksflokka og tillögur um úthlutanir skulu lagðar fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til endanlegrar staðfestingar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkveitingarnar skiptast í ár.
HSÍ ÍSÍ Sund Körfubolti Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira