Mesta Íslandsmeistarapressan er á liðinu í níunda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 11:01 Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Subway Körfuboltakvöld fór yfir það í síðasta þætti sínum á hverjum væri mesta Íslandsmeistarapressan nú þegar aðeins sex leikir eru eftir af deildarkeppninni. Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira