„Fyrsta sinn sem svona mál kemur upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Vísir/Arnar Körfuknattleikssamband Íslands er með á sínu borði meinta fölsun félagsskiptapappíra. Framkvæmdastjóri sambandsins segir málið litið alvarlegum augum. Félagsskipti Írenu Sólar Jónsdóttir milli grannfélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur á dögunum hafa dregið dilk á eftir sér. Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, á að hafa skrifað undir skipti Írenu til Njarðvíkur en kannast ekki við slíkt. Þó var undirskrift hans á félagsskiptablaði sem skilað var inn til KKÍ. Njarðvíkingar hafi því falsað undirskrift hans. Framkvæmdastjóri KKÍ segir mál sem þetta einsdæmi. „Þetta er sérstakt og í fyrsta sinn sem svona mál kemur upp hjá okkur og er leiðindamál. Við erum að vinna í því og tókum það hér fyrir hjá okkur í morgun,“ sagði Hannes S. Jónsson. Hvað sérð þú fyrir þér sem næstu skref í þessu máli? „Í raun er það þannig að þær upplýsingar eru að viðkomandi aðili sem á að hafa skrifað undir segist ekki hafa gert það. Það sem við gerðum í morgun var að afturkalla leikheimild viðkomandi leikmanns. Viðkomandi leikmaður er því ekki með leikheimild með Njarðvík eins og staðan er í dag.“ Félagaskiptin eru í raun ógild og Írena Sól því enn leikmaður Keflavíkur og gæti spilað með þeim næsta leik í Subway-deildinni. Hannes segir þá að einhver mistök hafi átt sér stað og málið sé áfram til skoðunar. Á meðan sé Írena áfram leikmaður Keflavíkur. „Ég held þetta sé ekki gert með illum hug. ég held það verði að koma skýrt fram, ég held að viðkomandi aðilar voru ekki að gera þetta af illum hug. Við þurfum að leysa það en að sjálfsögðu er alltaf alvarlegt þegar svona lagað er og þess vegna höfum við tekið þessa leikheimild til baka eins og staðan er núna.“ UMF Njarðvík Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Félagsskipti Írenu Sólar Jónsdóttir milli grannfélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur á dögunum hafa dregið dilk á eftir sér. Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, á að hafa skrifað undir skipti Írenu til Njarðvíkur en kannast ekki við slíkt. Þó var undirskrift hans á félagsskiptablaði sem skilað var inn til KKÍ. Njarðvíkingar hafi því falsað undirskrift hans. Framkvæmdastjóri KKÍ segir mál sem þetta einsdæmi. „Þetta er sérstakt og í fyrsta sinn sem svona mál kemur upp hjá okkur og er leiðindamál. Við erum að vinna í því og tókum það hér fyrir hjá okkur í morgun,“ sagði Hannes S. Jónsson. Hvað sérð þú fyrir þér sem næstu skref í þessu máli? „Í raun er það þannig að þær upplýsingar eru að viðkomandi aðili sem á að hafa skrifað undir segist ekki hafa gert það. Það sem við gerðum í morgun var að afturkalla leikheimild viðkomandi leikmanns. Viðkomandi leikmaður er því ekki með leikheimild með Njarðvík eins og staðan er í dag.“ Félagaskiptin eru í raun ógild og Írena Sól því enn leikmaður Keflavíkur og gæti spilað með þeim næsta leik í Subway-deildinni. Hannes segir þá að einhver mistök hafi átt sér stað og málið sé áfram til skoðunar. Á meðan sé Írena áfram leikmaður Keflavíkur. „Ég held þetta sé ekki gert með illum hug. ég held það verði að koma skýrt fram, ég held að viðkomandi aðilar voru ekki að gera þetta af illum hug. Við þurfum að leysa það en að sjálfsögðu er alltaf alvarlegt þegar svona lagað er og þess vegna höfum við tekið þessa leikheimild til baka eins og staðan er núna.“
UMF Njarðvík Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira