Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins

Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Rekinn eftir tap í New York

Minnesota Timberwolves eru með versta árangurinn í NBA-deildinni á þessari leiktíð og hafa nú rekið þjálfara sinn. Liðið tapaði 103-99 gegn New York Knicks í gær og hefur aðeins unnið sjö leiki en tapað 24 í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Af­reks­væðingin geti leitt til kvíða og sál­rænna vanda­mála

Fræðimenn í íþrótta- og félagsfræðum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um heimildarmyndina Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Umræðan hefur verið fyrirferðarmikil undanfarna daga en myndin var frumsýnd fyrir rúmlega viku síðan og hafa fræðimenn lýst yfir efasemdum um ágæti hennar.

Innlent
Fréttamynd

Flautu­þristur Elvars tryggði sætan sigur

Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð.

Körfubolti