Umfjöllun: Ísland - Danmörk 89-73 | Ísland komið áfram eftir þægilegan sigur á Dönum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. ágúst 2021 20:36 Tryggvi Hlinason skoraði níu stig í kvöld. Mynd/FIBA Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni HM með 16 stiga sigri á Dönum, 89-73, í síðasta leik sínum í riðlinum í forkeppninni í FIBA bubblunni í Svartfjallalandi. Ísland mætti Danmörku í forkeppni undankeppninnar fyrir heimsmeistaramótið í körfubolta sem fer fram árið 2023. Ísland vann fyrri leik liðanna með 21 stigi svo að sigur í kvöld væri nóg til þess að koma liðinu áfram. Tap hefði þýtt að Danir ættu ennþá möguleika en þeir leika gegn Svartfellingum á morgun. Það er skemmst frá því að segja að eftir fremur slakan fyrri hálfleik þá vann Ísland að lokum auðveldan sigur 89-73. Fyrsti leikhluti var fremur jafn og þrátt fyrir að Danir hafi leitt um stundarsakir þá voru það þeir íslensku sem höfðu frumkvæðið. Elvar Friðriksson mætti sterkur til leiks og var búinn að skora 10 stig snemma í leiknum og réðu varnarmenn Dana lítið við hann. Ekkert frekar en í fyrri leiknum. Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta með 8 stigum. 26-18. Í öðrum leikhluta fór íslenska liðið að tapa boltanum með miklum móð og það hélt Dönum inni í leiknum. Alls urðu töpuðu boltarnir níu í fyrri hálfleiknum sem telst heldur mikið. Sérstaklega á móti ekkert sérstakri svæðisvörn Dana. Ægir Þór Steinarsson og Kári Jónsson voru kraftmiklir í leikhlutanum ásamt því að Elvar mallaði áfram. Forystan hélst þó áfram 8 stig og var staðan að loknum 2. Leikhluta 47-39 þar sem Elvar var kominn með 16 stig og stefndi í annan eins leik og síðast gegn Dönum. Ísland sprengdi forystuna strax upp i þriðja leikhluta og léku stóru strákarnir stórt hlutverk í því. Tryggvi Hlinason og Kristófer Acox voru báðir mjög flottir í þessum leik og var það sérstaklega varnarleikur þeirra tveggja sem hélt áfram að byggja upp muninn. Þegar að þriðja leikhluta lauk var ljóst hvert stefndi enda Ísland komið 19 stigum yfir, 70-51 og einungis spurning um hversu stór sigurinn yrði. Lokaleikhlutinn mallaði svo áfram í rólegheitum þar sem tempóið datt niður og Ísland sigldi þessum leik bara heim. Lokatölur 89-73 í leik sem fréttaritari myndi ekkert endilega kalla bráðfjörugan. Hvað gekk vel? Slök svæðisvörn Dana gerði það að verkum að skotin fyrir utan voru allflest galopin. Leikmenn Íslands hittu líka vel og luku leiknum með þriggja stiga nýtingu upp á 54% sem telst frábært. Ægir setti þrjá, Elvar fjóra og Kári tvo. Smekklega gert hjá bakvörðunum. Hvað gekk illa? Töpuðu boltarnir héldu áfram að vera vandamál en það kom ekki að sök enda danska liðið heldur slakt. 21 tapaður bolti í leiknum sem myndi vera risastórt vandamál á móti flestum öðrum liðum, en þetta slapp í kvöld. Maður leiksins Ægir Þór Steinarsson átti svo gott sem fullkominn leik. Hitti úr öllum skotunum sínum. 3/3 í þristum, 2/2 í tvistum og 4/4 í vítum. Gaf að auki 7 stoðsendingar. Kristófer Acox átti líka mjög góðan leik sem og Elvar Friðriksson. Hvað næst? Ísland er komið áfram í undankeppni hm 2023. Dregið verður í riðla í undankeppninni síðar í þessum mánuði. Körfubolti HM 2023 í körfubolta
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni HM með 16 stiga sigri á Dönum, 89-73, í síðasta leik sínum í riðlinum í forkeppninni í FIBA bubblunni í Svartfjallalandi. Ísland mætti Danmörku í forkeppni undankeppninnar fyrir heimsmeistaramótið í körfubolta sem fer fram árið 2023. Ísland vann fyrri leik liðanna með 21 stigi svo að sigur í kvöld væri nóg til þess að koma liðinu áfram. Tap hefði þýtt að Danir ættu ennþá möguleika en þeir leika gegn Svartfellingum á morgun. Það er skemmst frá því að segja að eftir fremur slakan fyrri hálfleik þá vann Ísland að lokum auðveldan sigur 89-73. Fyrsti leikhluti var fremur jafn og þrátt fyrir að Danir hafi leitt um stundarsakir þá voru það þeir íslensku sem höfðu frumkvæðið. Elvar Friðriksson mætti sterkur til leiks og var búinn að skora 10 stig snemma í leiknum og réðu varnarmenn Dana lítið við hann. Ekkert frekar en í fyrri leiknum. Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta með 8 stigum. 26-18. Í öðrum leikhluta fór íslenska liðið að tapa boltanum með miklum móð og það hélt Dönum inni í leiknum. Alls urðu töpuðu boltarnir níu í fyrri hálfleiknum sem telst heldur mikið. Sérstaklega á móti ekkert sérstakri svæðisvörn Dana. Ægir Þór Steinarsson og Kári Jónsson voru kraftmiklir í leikhlutanum ásamt því að Elvar mallaði áfram. Forystan hélst þó áfram 8 stig og var staðan að loknum 2. Leikhluta 47-39 þar sem Elvar var kominn með 16 stig og stefndi í annan eins leik og síðast gegn Dönum. Ísland sprengdi forystuna strax upp i þriðja leikhluta og léku stóru strákarnir stórt hlutverk í því. Tryggvi Hlinason og Kristófer Acox voru báðir mjög flottir í þessum leik og var það sérstaklega varnarleikur þeirra tveggja sem hélt áfram að byggja upp muninn. Þegar að þriðja leikhluta lauk var ljóst hvert stefndi enda Ísland komið 19 stigum yfir, 70-51 og einungis spurning um hversu stór sigurinn yrði. Lokaleikhlutinn mallaði svo áfram í rólegheitum þar sem tempóið datt niður og Ísland sigldi þessum leik bara heim. Lokatölur 89-73 í leik sem fréttaritari myndi ekkert endilega kalla bráðfjörugan. Hvað gekk vel? Slök svæðisvörn Dana gerði það að verkum að skotin fyrir utan voru allflest galopin. Leikmenn Íslands hittu líka vel og luku leiknum með þriggja stiga nýtingu upp á 54% sem telst frábært. Ægir setti þrjá, Elvar fjóra og Kári tvo. Smekklega gert hjá bakvörðunum. Hvað gekk illa? Töpuðu boltarnir héldu áfram að vera vandamál en það kom ekki að sök enda danska liðið heldur slakt. 21 tapaður bolti í leiknum sem myndi vera risastórt vandamál á móti flestum öðrum liðum, en þetta slapp í kvöld. Maður leiksins Ægir Þór Steinarsson átti svo gott sem fullkominn leik. Hitti úr öllum skotunum sínum. 3/3 í þristum, 2/2 í tvistum og 4/4 í vítum. Gaf að auki 7 stoðsendingar. Kristófer Acox átti líka mjög góðan leik sem og Elvar Friðriksson. Hvað næst? Ísland er komið áfram í undankeppni hm 2023. Dregið verður í riðla í undankeppninni síðar í þessum mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti